Réðust á sína eigin leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 21:27 Terem Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku en hann var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans. Getty/ Jonathan Moscrop Sóknarmennirnir Terem Moffi og Jérémie Boga hjá franska fótboltafélaginu Nice hafa báðir fengið leyfi frá liðinu eftir að þeir urðu fyrir meintri líkamsárás af hendi eigin stuðningsmanna á sunnudagskvöldið. Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025 Franski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira
Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025
Franski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira