Lífið

Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón var mjög fljótlega forvitinn um uppruna sinn.
Jón var mjög fljótlega forvitinn um uppruna sinn.

Jón Már Sigurþórsson var 5 ára þegar hann var fjarlægður af heimili móður sinnar eftir mikla vanrækslu og óviðunandi aðstæður og ólst upp hjá uppeldisföður sínum sem aldrei hafði ritað undir faðernisviðurkenningu.

Hann grunaði allt frá unglingsaldri að hann væri ekki sonur föður síns án þess að fá nokkuð staðfest í þeim efnum. Eftir mikla leit en engin svör kom sannleikurinn loks fram þegar hann, tæplega fimmtugur að aldri, sendi lífsýni sitt inn á erlendan ættfræðigagnagrunn og niðurstaðan kom honum í opna skjöldu, sem og fjölskyldu hans, sem hann svo fann í kjölfarið.

„Einhvern tímann eru þau að spjalla eitthvað frammi og eru eitthvað að hafa það í flimtingum, bara djóka með þetta,“ segir Jón í síðasta þætti af Blóðböndum þegar hann ræddi við Helgu Arnarsdóttur en þættirnir eru aðgengilegir á Sýn+.

„Þetta er sonur þinn, hann er ekkert sonur minn. Eitthvað svona grín,“ segir Jón og getur í dag hlegið.

„En ég fer og spái í þessu bara mjög snemma, fer að spyrja um blóðflokkinn hans og hvort hann passi við minn blóðflokk og allt þetta. Árið 2020 fer ég að sjá síðu eins og MyHeritage auglýsta og tek prófið. Þegar niðurstaðan kemur fer ég ólmur bara að reyna að finna út úr þessu, að finna allt þetta fólk.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.