Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 23:45 Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börn sín og fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra og líðan þeirra. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira