Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:06 Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson með fyrstu bókina sína, Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. „Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún. Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún.
Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent