Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 08:58 Úkraínskir hermenn við störf í Karkív. Vísir/EPA Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. „Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
„Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila