Langar að prófa „anal“ en er stressuð Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Vísir/Sara Rut Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“ Skiljanlega koma upp allskonar tilfinningar þegar þú ert að hugsa um að prófa eitthvað sem flest okkar eru ennþá mjög feimin að ræða. Auk þess sem mörg hafa fengið litla eða enga kynfræðslu um endaþarmsörvun og mök. Það er alveg rétt hjá þér að endaþarms umræðan hefur upp á síðkastið verið meira í þá átt að fjallað sé um endaþarmsörvun meðal karla. Sennilega því það er enn tabú að vera karlmaður sem hefur áhuga á því að þiggja slíka örvun. Þessi umræða er vissulega ekki ný, við höfum lengi vitað að öll kyn geti fílað endaþarmsörvun, hvort sem það er að þiggja eða veita slíkan unað. Hér fjallaði ég einmitt um þetta út frá áhuga karla. Það sem er einfalt varðandi rassa, ólíkt t.d. kynfærum, þá virka þeir nokkurn veginn eins hjá öllum, óháð kyni. Þannig að öll fræðsla sem snýr að karlmönnum eða kvárum má yfirfæra á rass kvenna. Vissulega getur fólk verið mis stressað, mis áhugasamt og fílað ólíka hluti. En fræðsla varðandi endaþarmsörvun er ansi almenn að öðru leyti. Hvað er gott að vita? Tveir hringvöðvar , ekki bara einn Flest vitum við að í rassinum er hringvöðvi. En í raun eru tveir vöðvar sem vinna saman en á ólíkan hátt. Sá innri sér um sig sjálfur og við stjórnum honum í raun ekki. Sá ytri er vöðvinn sem við getum nokkuð auðveldlega herpt saman eða slakað á. En af hverju skiptir máli að þekkja þessa vöðva? Þegar þú ert stressuð eru þessir vöðvar sennilega ansi spenntir, sem þýðir að öll innsetning verður óþægilegri. Til að getað þegið örvun á endaþarmi er mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Slaka vel á rassinum og byrja rólega. Áður en tæki eða typpi er sett í rassinn er best að byrja á einum fingri, leyfa rassinum að slaka á og venjast því áður en lengra er haldið. Sjá alla pistla Aldísar hér. Æfðu þig og lærðu á hringvöðvana Sumum finnst gott að æfa sig ein áður en þau leyfa öðrum að örva endaþarm sinn. Í sjálfsfróun er hægt að prófa sig áfram með fingri eða tæki. Þannig ferð þú að þekkja hvernig vöðvarnir virka og hvernig er best að slaka á og gefa eftir. Ef þú ert að nota tæki, passaðu að velja tæki sem er sérstaklega hannað fyrir rassinn, þau eru með breiðari botn svo auðvelt sé að taka tækið aftur út. Sleipiefni Það er alltaf gott að eiga gott sleipiefni. En þegar kemur að endaþarmsörvun er það nauðsynlegt. Ólíkt leggöngum blotnar endaþarmurinn ekki. Þannig að sleipiefni, og nóg af því, þarf til að tryggja unað og þægindi. Sleipiefni eru ekki öll eins. Það skiptir máli hvort þú ert að nota tæki, fingur, typpi og svo hvort það sé notaður smokkur eða ekki. Einnig eru til sleipiefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir endaþarminn. Samskipti Ef þú ert að fara að stunda endaþarmsmök er mikilvægt að þú upplifir traust og vitir að það sé hægt að stoppa eða taka pásu hvenær sem er. Oft er gott að ræða þessa hluti fyrirfram. Farið rólega af stað og láttu vita ef eitthvað er óþægilegt eða hægja þarf á. Kynlíf á ekki að vera vont og við erum ólíkleg til að vilja prófa eitthvað aftur ef við upplifum sársauka samhliða örvuninni. Þrif, skol og hreinlæti Þetta eru sennilega ekki nýjar fréttir, en endaþarmurinn er hluti af meltingarveginum okkar og út um endaþarminn kemur kúkur. Þegar við erum að örva þetta svæði er því alltaf hætta á því að sjá kúk eða að það komi kúkur á typpi eða leikfang sem fer inn í rassinn. Mörgum finnst því mikilvægt að þrífa eða skola rassinn fyrir kynlíf, en það er ekki nauðsynlegt. Einnig er hægt að nota smokk eða latex hanska sem fara svo bara beint í ruslið að loknu kynlífi. Ef það hjálpar þér að slaka á og dregur úr stressi að skola og þrífa rassinn, er fínt að vera meðvituð um að nota bara vatn og hafa það ekki of heitt. Hægt er að kaupa sérstök tæki, anal douche, sem sprauta vatni inn í endaþarminn. Passa þarf að skola ekki of oft endaþarminn því það getur haft áhrif á slímhúðina og valdið ertingu. Það er í góðu lagi að prófa eitthvað þó þú vitir í raun lítið um það og sért stressuð. Gefðu líkamanum góðan tíma, hlustaðu á hann og mundu að hægja á eða stoppa eftir þörfum. Kynlíf á að snúast um unað. Þó þú opnir á samtalið um endaþarmsörvun þarf ekki að fara alla leið í endaþarmsmök strax. Það er best að taka þetta í mörgum litlum skrefum þangað til þú upplifir þig nógu örugga í næsta skref Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Skiljanlega koma upp allskonar tilfinningar þegar þú ert að hugsa um að prófa eitthvað sem flest okkar eru ennþá mjög feimin að ræða. Auk þess sem mörg hafa fengið litla eða enga kynfræðslu um endaþarmsörvun og mök. Það er alveg rétt hjá þér að endaþarms umræðan hefur upp á síðkastið verið meira í þá átt að fjallað sé um endaþarmsörvun meðal karla. Sennilega því það er enn tabú að vera karlmaður sem hefur áhuga á því að þiggja slíka örvun. Þessi umræða er vissulega ekki ný, við höfum lengi vitað að öll kyn geti fílað endaþarmsörvun, hvort sem það er að þiggja eða veita slíkan unað. Hér fjallaði ég einmitt um þetta út frá áhuga karla. Það sem er einfalt varðandi rassa, ólíkt t.d. kynfærum, þá virka þeir nokkurn veginn eins hjá öllum, óháð kyni. Þannig að öll fræðsla sem snýr að karlmönnum eða kvárum má yfirfæra á rass kvenna. Vissulega getur fólk verið mis stressað, mis áhugasamt og fílað ólíka hluti. En fræðsla varðandi endaþarmsörvun er ansi almenn að öðru leyti. Hvað er gott að vita? Tveir hringvöðvar , ekki bara einn Flest vitum við að í rassinum er hringvöðvi. En í raun eru tveir vöðvar sem vinna saman en á ólíkan hátt. Sá innri sér um sig sjálfur og við stjórnum honum í raun ekki. Sá ytri er vöðvinn sem við getum nokkuð auðveldlega herpt saman eða slakað á. En af hverju skiptir máli að þekkja þessa vöðva? Þegar þú ert stressuð eru þessir vöðvar sennilega ansi spenntir, sem þýðir að öll innsetning verður óþægilegri. Til að getað þegið örvun á endaþarmi er mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Slaka vel á rassinum og byrja rólega. Áður en tæki eða typpi er sett í rassinn er best að byrja á einum fingri, leyfa rassinum að slaka á og venjast því áður en lengra er haldið. Sjá alla pistla Aldísar hér. Æfðu þig og lærðu á hringvöðvana Sumum finnst gott að æfa sig ein áður en þau leyfa öðrum að örva endaþarm sinn. Í sjálfsfróun er hægt að prófa sig áfram með fingri eða tæki. Þannig ferð þú að þekkja hvernig vöðvarnir virka og hvernig er best að slaka á og gefa eftir. Ef þú ert að nota tæki, passaðu að velja tæki sem er sérstaklega hannað fyrir rassinn, þau eru með breiðari botn svo auðvelt sé að taka tækið aftur út. Sleipiefni Það er alltaf gott að eiga gott sleipiefni. En þegar kemur að endaþarmsörvun er það nauðsynlegt. Ólíkt leggöngum blotnar endaþarmurinn ekki. Þannig að sleipiefni, og nóg af því, þarf til að tryggja unað og þægindi. Sleipiefni eru ekki öll eins. Það skiptir máli hvort þú ert að nota tæki, fingur, typpi og svo hvort það sé notaður smokkur eða ekki. Einnig eru til sleipiefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir endaþarminn. Samskipti Ef þú ert að fara að stunda endaþarmsmök er mikilvægt að þú upplifir traust og vitir að það sé hægt að stoppa eða taka pásu hvenær sem er. Oft er gott að ræða þessa hluti fyrirfram. Farið rólega af stað og láttu vita ef eitthvað er óþægilegt eða hægja þarf á. Kynlíf á ekki að vera vont og við erum ólíkleg til að vilja prófa eitthvað aftur ef við upplifum sársauka samhliða örvuninni. Þrif, skol og hreinlæti Þetta eru sennilega ekki nýjar fréttir, en endaþarmurinn er hluti af meltingarveginum okkar og út um endaþarminn kemur kúkur. Þegar við erum að örva þetta svæði er því alltaf hætta á því að sjá kúk eða að það komi kúkur á typpi eða leikfang sem fer inn í rassinn. Mörgum finnst því mikilvægt að þrífa eða skola rassinn fyrir kynlíf, en það er ekki nauðsynlegt. Einnig er hægt að nota smokk eða latex hanska sem fara svo bara beint í ruslið að loknu kynlífi. Ef það hjálpar þér að slaka á og dregur úr stressi að skola og þrífa rassinn, er fínt að vera meðvituð um að nota bara vatn og hafa það ekki of heitt. Hægt er að kaupa sérstök tæki, anal douche, sem sprauta vatni inn í endaþarminn. Passa þarf að skola ekki of oft endaþarminn því það getur haft áhrif á slímhúðina og valdið ertingu. Það er í góðu lagi að prófa eitthvað þó þú vitir í raun lítið um það og sért stressuð. Gefðu líkamanum góðan tíma, hlustaðu á hann og mundu að hægja á eða stoppa eftir þörfum. Kynlíf á að snúast um unað. Þó þú opnir á samtalið um endaþarmsörvun þarf ekki að fara alla leið í endaþarmsmök strax. Það er best að taka þetta í mörgum litlum skrefum þangað til þú upplifir þig nógu örugga í næsta skref Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira