„Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2025 22:00 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR KR tapaði með 17 stiga mun gegn Grindavík á heimavelli 68-85. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, var svekktur með fjórða leikhluta liðsins þar sem Grindavík gekk á lagið. „Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum. KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum.
KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira