„Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2025 22:00 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR KR tapaði með 17 stiga mun gegn Grindavík á heimavelli 68-85. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, var svekktur með fjórða leikhluta liðsins þar sem Grindavík gekk á lagið. „Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum. KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Sjá meira
„Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum.
KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Sjá meira