Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Þórður Kristjánsson var innlyksa í rúma þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Vísir/Bjarni Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið. Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið.
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira