Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Þórður Kristjánsson var innlyksa í rúma þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Vísir/Bjarni Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið. Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið.
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent