Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 07:31 Max Dowman gæti fengið tækifæri með Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld. Getty/ Alex Pantling Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal er með liðið sitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og lið uppfullt af stjörnuleikmönnum. Í leikmannahópnum er líka hinn fimmtán ára gamli Max Dowman. Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira