Elva fann sjálfa sig aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2025 12:30 Elva Björg náði sér á strik eftir erfiða tíma árið 2019. Elva Björg Gunnarsdóttir er 41 árs fimleikadrottning, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum, þar sem henni líður best. Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið.
Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira