Lífið

Sveinn Andri og María Sig­rún mættu á frum­sýninguna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var fjölmennt á frumsýningu Íbúð 10B í Þjóðleikhúsinu á dögunum.
Það var fjölmennt á frumsýningu Íbúð 10B í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Ljósmynd/ Steina Matt

Leikritið Íbúð 10B var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið fimmtudagskvöld. Verkið er eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og því leikstýrt af Baltasar Kormáki. Þeir sameina nú krafta sína á nýjan leik eftir velgengni Snertingar.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið húsfélagsfundur í glæsihýsi þar sem einn íbúanna hefur uppi áform sem leggjast misvel í aðra íbúa. 

Með hlutverk fara Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Unnsteinn Manúel, Svandís Dóra, Margrét Vilhjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga mættu á frumsýninguna og skáluðu í fallegum fordrykk fyrir sýninguna. Þar á meðal tónlistarkonan Ragga Gísla, fjölmiðlakonan María Sigrún Hilmarsdóttir, lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson og Eyjólfur Pálsson í Epal, svo fáir einir séu nefndir.

Ljósmyndarinn Steina Matt myndaði prúðbúna sýningargesti:

Hilmar Þór, Svanhildur, María Sigrún og Sigurður Örn, í góðum félagsskap.Ljósmynd/ Steina Matt
Birkir, Ragga Gísla og Ester í Pelsinum.Ljósmynd/ Steina Matt
Ólafur Jóhann, Baltasar Kormákur og Magnús Geir.Ljósmynd/ Steina Matt
Anna Þóra og Gylfi eigendur Sjáðu.Ljósmynd/ Steina Matt
Ari Matt, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, með dóttur sinni Birtu og vinkonu þeirra.Ljósmynd/ Steina Matt
Sveinn Andri og Böðvar Guðjónsson.Ljósmynd/ Steina Matt
Þórunn Erna Clausen ásamt sonum sínum.Ljósmynd/ Steina Matt
Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Magnús Geir og Ingibjörg Ösp.Ljósmynd/ Steina Matt
Silja Aðalsteins geislaði í góðum félagsskap.Ljósmynd/ Steina Matt
Mæðgurnar Hrafntinna og Ester ansi kátar.Ljósmynd/ Steina Matt
Hjónin Hilmar Þór Björnsson og Svanhildur Sigurðardóttir með syni sínum, þingmanninum Sigurði Þór.Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Rakel Björk og Garðar Borgþórsson.Ljósmynd/ Steina Matt
Ásta Möller og Haukur Þór Hauksson.Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt
Hjónin Helga Snæbjörnsdóttir og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.Ljósmynd/ Steina Matt
Ljósmynd/ Steina Matt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.