„Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. október 2025 16:34 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið í dag. Anton Brink/Vísir KR vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn ÍBV í næst síðustu umferð Bestu deild karla í dag. Sigurinn stillir KR upp í hreinan úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni um næstu helgi þegar KR heimsækir Vestra. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmark KR með frábærum skalla og ræddi hann við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik. „Það var ekkert eðlilega sætt“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR að vonum ánægður eftir leik. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en sem betur fer endaði hann bara í netinu og ég tek því alveg. Það var mjög sætt og mér fannst það verðskuldað“ „Við vorum búnir að vera að liggja á þeim þarna í seinni hálfleik og hefðum bara átt að bæta við þetta og klára þetta fyrr“ Stuttu eftir lokaflaut bárust þau tíðindi úr Mosfellsbæ að Vestri hefði jafnað gegn Aftureldingu. „Við erum svo sem ekkert alltof mikið að pæla í því. Við ætlum bara að fara vestur og vinna og ef við gerum það þá er það nóg. Það er það eina sem að við erum að hugsa um“ KR spilaði virkilega vel í dag og var Eiður Gauti á því að ef KR næði upp sömu frammistöðu fyrir vestan myndi hún duga. „Já það held ég. Við þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta. Ég held að það sé bara það eina sem við getum gert“ Eyjamenn gerðu KR erfitt fyrir í dag og var þetta hörku leikur á Meistaravöllum. „Já þetta var hörkuleikur. Mér fannst við samt vera með yfirhöndina svona mest allan leikinn og fannst þetta bara vera verðskuldaður sigur“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson í lokin. KR Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
„Það var ekkert eðlilega sætt“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR að vonum ánægður eftir leik. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en sem betur fer endaði hann bara í netinu og ég tek því alveg. Það var mjög sætt og mér fannst það verðskuldað“ „Við vorum búnir að vera að liggja á þeim þarna í seinni hálfleik og hefðum bara átt að bæta við þetta og klára þetta fyrr“ Stuttu eftir lokaflaut bárust þau tíðindi úr Mosfellsbæ að Vestri hefði jafnað gegn Aftureldingu. „Við erum svo sem ekkert alltof mikið að pæla í því. Við ætlum bara að fara vestur og vinna og ef við gerum það þá er það nóg. Það er það eina sem að við erum að hugsa um“ KR spilaði virkilega vel í dag og var Eiður Gauti á því að ef KR næði upp sömu frammistöðu fyrir vestan myndi hún duga. „Já það held ég. Við þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta. Ég held að það sé bara það eina sem við getum gert“ Eyjamenn gerðu KR erfitt fyrir í dag og var þetta hörku leikur á Meistaravöllum. „Já þetta var hörkuleikur. Mér fannst við samt vera með yfirhöndina svona mest allan leikinn og fannst þetta bara vera verðskuldaður sigur“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson í lokin.
KR Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira