Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 15:00 Áfangastaðurinn var Akureyrarflugvöllur en vegna bilunar í flugvélinni var henni lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira