Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 16:32 Virgil van Dijk og Amad Diallo í baráttunni á Anfield í byrjun árs, þegar Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli. Getty/Carl Recine Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45