Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 16:32 Virgil van Dijk og Amad Diallo í baráttunni á Anfield í byrjun árs, þegar Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli. Getty/Carl Recine Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45