Lífið

Ungur karl­maður á Akur­eyri hefur saumað tvo þjóð­búninga á sig

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þessi glæsilega fjölskylda tók þátt í hátíðarhöldunum á Selfossi og á Eyrarbakka um helgina í þjóðbúningunum sínum en þau búa öll á Seltjarnarnesi. Yngst er Emma Þórey Sindradóttir, fimm ára, svo er það mamma hennar, sem heitir Kristbjörg Pálsdóttir og svo foreldrar hennar, sem eru þau Ásdís Björgvinsdóttir og Páll Árni Jónsson.
Þessi glæsilega fjölskylda tók þátt í hátíðarhöldunum á Selfossi og á Eyrarbakka um helgina í þjóðbúningunum sínum en þau búa öll á Seltjarnarnesi. Yngst er Emma Þórey Sindradóttir, fimm ára, svo er það mamma hennar, sem heitir Kristbjörg Pálsdóttir og svo foreldrar hennar, sem eru þau Ásdís Björgvinsdóttir og Páll Árni Jónsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íslenskir þjóðbúningar eru í mikilli tísku um þessar mundir enda mikil aðsókn að allskonar þjóðbúningasaumanámskeiðum. 23 ára strákur á Akureyri, sem hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig segir fátt skemmtilegra en að sitja við saumavélina og sauma búninga.

Þjóðbúningar og skart“ var nafnið á þjóðbúningahátíð, sem fór fram á Selfossi og Eyrarbakka um helgina. Flestir þátttakendur mættu í sínu fallegum búningum og báru saman bækur sínar, skoðuðu sýningar og hlustuðu á fyrirlestra. Á Eyrarbakka var skemmtilega uppákoma í gær í 12 stiga hita en það var skrúðganga í þjóðbúningum með fornbíla í fararbroddi.

Eftir gönguna var farið í Sjóminjasafnið á fyrirlestur um silfursjóði Byggðasafns Árnesinga.

Níels Kristinn Ómarsson, sem er 23 ára og búsettur á Akureyri tók virkan þátt í helginni en hann hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig.

„Þetta er svona klassíski íslenski herrabúningurinn, sem á aftur til að rekja til átjándu og sautjándu aldar og ég saumaði þennan búning með góðri aðstoð konu, sem ég þekki,“ segir Níels og bætir við.

„Þetta eru svo merkilegar flíkur, sem forfeður okkur klæddust og mér finnst ég fá tengingu við fortíðina að vera í þessu.“

Níels Kristinn Ómarsson, 23 ára Akureyringur, sem saumaði þennan glæsilega búning á sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Arnór Róbertsson, sem er klæðskeri í Kópavogi hefur meira en nóg í að gera að sauma þjóðbúninga.

„Ég er að sauma á mig eins og er en ætla svo að sauma einn á konuna mína þegar ég hef tíma fyrir það,“ segir hann.

Hvað er maður lengi að sauma einn þjóðbúning?

Ekki það lengi og ef þú ert ekkert að stoppa á milli þá getur þú kannski gert þetta á viku,“ segir Arnór.

Arnór Róbertsson, klæðskeri, sem hefur nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hver er vinsælasti þjóðbúningurinn í dag?

„Tuttugustu aldar upphluturinn er alltaf vinsælastur og bara lang mest saumað af þeim af því að við þekkjum þá búninga svo vel í gegnum alla tuttugustu öldina en eldri búningar eins og faldbúningar og skautbúningar hafa líka aukið vinsældir að sauma þá,“ segir Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri hjá Annríki.

Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri hjá Annríki og Almar Jensson, lyfjafræðingur, sem fjallaði um undanfarana, sem fóru vestur um haf 1870 en fyrirlesturinn fór fram á Eyrarbakka. Bæði hafa þau fengið fálkaorðuna fyrir sínu störf eins og sjá má á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta er alveg klárlega á uppleið enda er þjóðbúningarnir okkar arfleifð rétt eins og tungumálið okkar, þá er fatnaðurinn okkar arfleifð okkar,“ segir Eyrún Olsen Jensdóttir, sem var viðburðastjóri hátíðarinnar um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.