Lífið

Heiður Ósk og Davíð keyptu par­hús í Hafnar­firði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiður Ósk og Davíð Rúnar opinberuðu samband sitt í fyrrasumar.
Heiður Ósk og Davíð Rúnar opinberuðu samband sitt í fyrrasumar.

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna.

Heiður og Davíð opinberuðu samband sitt í fyrrasumar eftir að hafa verið að stinga saman nefjum í þó nokkurn tíma. Bæði eiga þau einn dreng úr fyrri samböndum.

Parið hefur nú þegar fengið húsið afhent og hefur þegar hafist handa við að gera það að sínu. Heiður hefur gefið fylgjendum sínum á TikTok innsýn inn í ferlið. Þar má meðal annars sjá að þau hafa tekið allt gólfefni og eru að leggja fyrir gólfhita, opnað á milli rýma í alrýminu og tekið niður eldhús- og baðinnréttingar, svo eitthvað sé nefnt.

@heidurosk1 Framkvæmdir part 1 #renovation #framkvæmdir #fyp ♬ original sound - 𝙇𝙭𝙪𝙞𝙨𝙨𝙤𝙪𝙣𝙙𝙯 🫶🏻
@heidurosk1 Framkvæmdartok part ✌🏼 #framkvæmdir #renovation #renomaison ♬ original sound - Lyrics

Aukin lofthæð og stórbrotið útsýni

Húsið var byggt árið 1993 og er á tveimur hæðum. Það stendur ofarlega í hlíðinni á fallegum og eftirsóttum útsýnisstað í hverfinu. 

Stofa, borðstofa, eldhús og sólstofa eru samliggjandi í opnu alrými með aukinni lofthæð og fallegu útsýni.

Útgengt er á tvennar svalir; annars vegar frá borðstofu og hins vegar úr sólstofunni. Steyptur, parketlagður stigi tengir hæðirnar saman. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Falleg og vel gróin lóð er við húsið með afgirtri verönd til suðvesturs og í bakgarðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.