Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. október 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“