Lífið

Ung, upp­rennandi og sjóð­heit stjarna á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mikal Kaaber er rísandi stjarna í íslensku listasenunni.
Mikal Kaaber er rísandi stjarna í íslensku listasenunni.

Hinn ungi og sjarmerandi leikari Mikael Emil Kaaber er nýlega orðinn einhleypur. Leiðir hans og Svölu Davíðsdóttur skildu í vor eftir fjögurra ára samband. Á sama tíma hefur ferill Mikaels verið á hraðri uppleið, því hann hefur fengið hvert hlutverkið á fætur öðru – nú síðast burðarhlutverk í söngleiknum Moulin Rouge.

Mikael er 26 ára gamall og hefur verið á sviði allt frá barnsaldri. Ferill hans hófst þegar hann var aðeins sjö ára gamall og fékk hlutverk í leikritinu Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur árið 2006. Hann útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands í fyrra og hefur síðan þá vakið mikla athygli fyrir fjölbreytt hlutverk.

Fyrsta verkefni hans eftir útskrift var í kvikmyndinni Ljósbrot. Hann lék einnig í dramaþáttaröðinni Svo lengi sem við lifum (As Long as We Live) eftir Anítu Briem, sem sýnd var á SÝN. Nú fer hann með annað burðarhlutverkið, Christian, í Moulin Rouge, sem var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins um helgina. Sýningin byggir á hinni sívinsælu tónlistarsenu frá París og býður áhorfendum upp á glæsilega dans- og söngupplifun, litríka búninga og stórbrotna sviðsmynd sem fangar anda Moulin Rouge-kabaretsins.

Samhliða leiklistinni hefur Mikael einnig látið til sín taka í leikstjórn. Hann hefur sett upp tvö verk í gamla skólanum sínum, Verzlunarskóla Íslands – söngleikinn Stjarnanna borg og Listó-leikritið Villibráð eftir Ingmar Bergman, ásamt Agli Andrasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.