Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Ósk var lengst af efins um hvort hana langaði að verða móðir en árið 2020 tók hún ákvörðun sem hún sér svo sannarlega ekki eftir í dag. Vísir/Anton Brink Ósk Vífilsdóttir ætlaði að láta sér nægja að vera bara svala frænkan. Hún ferðaðist um heiminn, saup á kokteilum og barneignir hvergi nærri í kortinu. En allt í einu breyttist allt, hún var farin að skoða myndir af glæsilegum karlmönnum - ekki til að hitta heldur til að velja sem sæðisgjafa. Þegar Ósk tók þá ákvörðun að gerast einstök móðir hafði hún nýtt vel þau ár sem hún var hún barnlaus og án skuldbindinga; hún lærði hótelstjórnun í Sviss, vann í eitt ár í New York og eitt ár í London. Svo sneri hún heim, fór í meistaranám í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum og vann á Hótel Eddu. „Og þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að búa á Íslandi en nýta öll tækifæri sem gáfust til að ferðast inn á milli. Og af því að ég var einhleyp og barnlaus þá hafði ég þann lúxus að geta forgangsraðað hlutunum á ákveðinn hátt. Ég bjó til dæmis heima hjá foreldrum mínum og keypti mér ekki íbúð fyrr en árið 2017.“ Hún segir tilhugsunina um barneignir hafa sprottið upp tiltölulega seint. „Ég hallaðist alltaf meira að því að eignast ekki börn, það heillaði mig ekki neitt. Ég var satt að segja miklu spenntari fyrir að eignast hund sem ég gerði árið 2018, þegar ég eignaðist hana Doppu mína. Það var eiginlega ekki fyrr en árið 2017 að ég fékk að vita að þetta væri möguleiki af því að ein kona sem ég þekkti fór þá í gegnum þetta ferli að eignast barn ein. Ég ákvað þarna að gefa mér „deadline“ - þegar ég yrði 35 ára ætlaði ég að vera búin að ákveða hvort ég ætlaði að eignast börn eða ekki. Af því að núna vissi ég að þetta var valmöguleiki, að gera þetta einsömul.“ Hún segist, eins klisjulega og það hljómi, hafa gert sér grein fyrir því að klukkna var að tikka. „Ég hafði ekki endalausan tíma. Á þessum árum, 2018 til 2020, var ég þess vegna rosalega dugleg að ferðast; fór til að mynda til Balí og Havaí og í fleiri ferðir. Ég var nánast aldrei á landinu, og ef ég var á landinu þá var ég að vinna og safna fyrir frekari ferðalögum. Árið 2020 fór ég í sex vikna ferðlag til Ástralíu, Fiji og Nýja Sjálands.“ Ósk tók þá ákvörðun á sínum tíma að vera búin að taka ákvörðun um barneignir á 35 ára afmælisdaginn.Vísir/Anton Brink Það ár fagnaði hún 35 ára afmælinu mínu í Eyjaálfu. „Ég man að ég sat þennan dag úti í sólinni, með kokteil í annarri hönd og hugsaði með mér að ég væri nú ekkert að fara að sleppa þessu. Ég dýrkaði þetta ferðalagalíf og mig langaði sko ekkert að fórna því, ég ætlaði bara að vera „svala frænkan.“ Ég var næstum því búin að taka ákvörðun þarna, að halda bara áfram að ferðast og njóta. En það var einhver rödd inni í mér sem sagði mér að bíða með að taka ákvörðun þar til ég væri komin aftur heim til Íslands.“ Allt breyttist í lok maí 2020 eftir komuna heim til Íslands. „Þá fór ég í bröns með vinkonum mínum og þá tilkynnti ein úr hópnum að hún ætti von á barni. Og þá kom einhver hugsun upp í hugann á mér: „Vá, ég vildi að ég gæti gert þetta, ég vildi ég gæti líka tilkynnt þetta.“ Ég hafði aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu áður. Og eitthvað varð til þess að ég ákvað að deila þessum pælingum mínum með vinkonum mínum þarna, á þessari stundu. Ég hafði aldrei gert það áður. Og það er held ég með því skynsamlegra sem ég hef gert. Peppið sem ég fékk frá þeim, stuðningurinn og jákvæðnin og forvitnin var þess eðlis að það ýtti mig áfram í þessu ferli.“ Eins og Tinder á sterum Ósk fór síðan á fund með lækni og félagsráðgjafa hjá Livio. Upplifun Óskar af viðtalinu með félagsráðgjafanum var að hennar sögn jákvæð að mestu leyti. „En það voru samt nokkrar spurningar sem stungu mig aðeins, vegna þess að þær sneru að hlutum sem eiga ekkert bara við um einstakar mæður. Eins spurningin var til dæmis: „Ef barnið veikist seint um kvöld eða um nótt- hvernig ætlar þú að komast í apótek?“ Þetta eru aðstæður sem ég gæti alveg eins lent í þó ég ætti barn með maka, og makinn væri kanski erlendis eða í næturvinnu.Aðstæður eru svo mismunandi. Og það er auðvitað engin sem fer af stað í þetta ferli án þess að vera búin að hugsa það fram og til baka og velta öllum möguleikum fyrir sér.“ Síðan tók við næsta skref: val á sæðisgjafa. „Það ferli er, satt að segja, bara stórfurðulegt. Einhver líkti þessu við Tinder á sterum, sem mér finnst eiga vel við. Þú færð aðgang að sæðisbankanum og ert síðan bara „basically”-“ að fara að ákveða hvernig fjölskyldan þín verður, þú ert að ákveða erfðaefnin í barninu þínu – út frá einhverju sem þú sérð á netinu. Þú getur njörvað niður gjafa eftir háralit, augnlit, líkamsbyggingu og húðlit. Þú getur séð barnamyndir af viðkomandi.“ Hún hafi á endanum skellt sér í bústað með vinkonum og tekið tölvuna með. „Þarna sátum við, með búbblur í glasi, og fórum í gegnum þessa þrjá eða fjóra „umsækjendur“ sem ég hafði síað út. Ég var með einn í hausnum sem ég hafði hugsað mér sem „aðal“ en sagði þeim ekki strax frá – en síðan bentu þær allar á hann líka. Við fórum í gegnum bréfið sem hann skrifaði og hlustum á röddina hans.“ Hún segir ferlið hafa verið lúmskt gaman en valkvíði hafi fylgt með. „Enda mælti félagsráðgjafinn með því á sínum tíma að vera ekki að ofhugsa valið á sæðisgjafanum, af því að það er auðvelt að detta ofan í algjöra ormagryfju. Það er líka mælt með því að finna gjafa sem er með svipuð útlitseinkenni og þú. Þar sem að við í fjölskyldunni erum öll frekar ljóshærð, þá valdi ég til að mynda gjafa sem var ljóshærður og með blá augu.“ Ósk segist afar þakklát fyrir stuðningin og peppið sem hún fékk frá vinkonu hópnum á meðan hún var að ganga í gegnum allt ferlið.Vísir/Anton Brink Hún gerði áætlun með lækninum sínum sem hljóðaði upp á að reyna tæknisæðingu þrisvar og taka svo stöðuna eftir það. „Fyrsta uppsetningin endaði í þungun en því miður missti ég það fóstur á tíundu viku. Næstu tvær tilraunir gengu ekki upp og þá ákváðum við að reyna glasameðferð. En þá kom upp sú staða að gjafinn sem ég hafði valið var „out of stock“ og ég þurfti þess vegna að finna nýjan gjafa,“ segir Ósk. „Við vinkonurnar höfum hlegið mikið að þessu- að það hafi ekki verið til inneign þarna í bankanum.“ Hundrað þúsund krónur hvert sæðisstrá Ósk þurfti af þessum sökum að byrja ferlið upp á nýtt við að finna sæðisgjafa. Í þetta sinn var það ekki í bústað með búbblur í glasi. Hún endaði á því að velja þýskan gjafa. „Ég byrjaði síðan í meðferðinni í maí árið 2021 og fór þá í eggheimtu. Eitt egg fór upp og varð að Emil og hin fjögur fóru í frysti í eitt og hálft ár – eitt þeirra varð seinna meir að Tuma. Þeir eru semsagt getnir úr sömu eggjameðferð og það væri hægt að kalla þá „frosna tvíbura“ Þeir voru þar af leiðandi báðir getnir á sama tíma, í júní árið 2021. Upphæðin sem Ósk þurfti að reiða fram úr eigin vasa í tengslum við meðferðirnar var í kringum tvær milljónir króna. „Það kom mér til dæmis á óvart hvað ég þurfti að borga háan toll af sæðinu þegar það var flutt inn til landsins. Hvert sæðistrá kostar í kringum 100 þúsund krónur. En ég slapp nokkuð vel, veit ég. Og sé að sjálfsögðu ekki eftir einni einustu krónu.“ Aðspurð um hvort henni hafi fundist erfitt að ganga ein í gegnum meðgöngu og fæðingu svarar Ósk neitandi, enda hafi hún haft gott bakland í fjölskyldu og vinum. Þau hafi stutt hana heilshugar og ofan á það hafi fyrri meðgangan gengið eins og í sögu. „Ég þekki aðrar konur sem hafa átt börn með maka og hafa síðan farið í gegnum þetta ferli, að eignast barn einar. Kanski hefur þetta verið erfiðara fyrir þær, en ég þekkti ekkert annað en að vera ein.“ Ósk nefnir einnig að það hafi haft ýmsa kosti í för með sér að ganga einsömul í gegnum þetta ferli. Hún hafi til að mynda fengið algjört frelsi þegar kom að hinum og þessum ákvörðunum. Ósk er iðin við að sýna frá lífinu sem einstök móðir á Instagram- og dregur ekkert undan.Vísir/Anton Brink „Ég tók til dæmis þá ákvörðun þegar ég gekk með báða strákana mína að mig langaði ekki að fá að vita kynið. Ég get ímyndað mér að ef að maki hefði verið í spilinu þá hefði það ekki verið eins auðvelt, það að að fá að vita kynið er oft mikilvægara fyrir makann, það er svona þeirra tenging við barnið sem er væntanlegt.“ Emil kom í heiminn í mars 2022 og einu og hálfu ári síðar hóf Ósk ferlið sem leiddi til þess að Tumi kom í heiminn, í ágúst árið 2024. Ósk er núna nýkomin aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi, sem hún hefur notið til hins ýtrasta. „Það segja allir að þeir séu „copy paste“ af hvor öðrum.“ Viðbúin spurningum í framtíðinni Ósk tók þá ákvörðun að velja opinn gjafa, sem þýðir að strákarnir hennar eiga seinna meir möguleika á því að leita uppi manninn sem á helminginn af erfðaefninu þeirra. „Ég vildi ekki taka þann möguleika af barninu mínu að geta leitað að uppruna sínum seinna mér á ævinni. Mér fannst það ekki vera minn réttur að ákveða það fyrir barnið mitt. Eftir að Emil fæddist skráði ég mig aftur inn á síðuna til að athuga hvort það væri fleiri börn á Íslandi eða erlendis sem væru getin með sæði úr þessum sama gjafa. Ísland er náttúrulega mjög lítið og ég gat ekki hugsað til þess að strákanir mínir myndu einhvern tímann seinna í lífinu fá að vita óvænt af einhverjum öðrum þarna úti sem væru komnir af sama gjafa og þeir.“ Ósk segist vissulega hafa hugsað út í það að einn daginn eigi strákarnir hennar eftir að koma með spurningar um uppruna sinn - og hún er vel undirbúin fyrir það.Vísir/Anton Brink Hún hefur ekki fundið neinn annan á Íslandi. „En ég komst að því að það er ein kona í Bretlandi sem eignaðist tvær stelpur með þessum sama gjafa og þær eru báðar á svipuðum aldri og strákarnir mínir. Við höfum verið í bandi og spjallað saman á netinu og ég hef mikinn áhuga á að hitta hana í framtíðinni. Við eigum eftir að fara einhvern daginn út til London og heimsækja hana og stelpurnar. Bæði væri gaman fyrir börnin okkar að hittast en ég hef líka bara áhuga á að vita hvað varð til þess að hún valdi þennan tiltekna gjafa, hvort það hafi verið sömu forsendur og hjá mér.“ Aðspurð segist Ósk vissulega hafa hugsað út í það að einn daginn eigi strákarnir hennar eftir að koma með spurningar um uppruna sinn. „Strákarnir eru auðvitað svo litlir ennþá að það er ekki enn komið að þessum tímapunkti. Ég er algjörlega tilbúin og undirbúin fyrir að þetta samtal á eftir að koma upp einn daginn. Ég hef aldrei farið neitt leynt með það að það er enginn pabbi inn í myndinni. Um daginn kom það upp að Emil var á leikskólanum og var að tala um að pabbi vinkonu sinnar væri að fara að koma að sækja hana og þá sagði hann bara beint út: „Ég á ekki pabba.“ Hann veit alveg að hann á ekki pabba, þó hann skilji kanski ekki alveg ennþá allt á bak við þetta. Hann er líka með fullt af karlkyns fyrirmyndum í kringum sig og hann lítur mjög mikið upp til pabba míns og bróður míns,“ segir Ósk jafnframt. Þetta er tímafrekt ferli og það getur tekið virkilega á bæði líkamlegu og andlegu hliðina. Í flestum tilfellum er þetta valmöguleiki- en samt ekki alltaf, það er ýmislegt sem getur komið upp á, eins og líkamlegir kvillar. Ég myndi alltaf ráðleggja konum sem eru að hugleiða þetta að ræða við einhver sem hefur gengið í gegnum ferlið og hefur persónulega reynslu.“ Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Þegar Ósk tók þá ákvörðun að gerast einstök móðir hafði hún nýtt vel þau ár sem hún var hún barnlaus og án skuldbindinga; hún lærði hótelstjórnun í Sviss, vann í eitt ár í New York og eitt ár í London. Svo sneri hún heim, fór í meistaranám í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum og vann á Hótel Eddu. „Og þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að búa á Íslandi en nýta öll tækifæri sem gáfust til að ferðast inn á milli. Og af því að ég var einhleyp og barnlaus þá hafði ég þann lúxus að geta forgangsraðað hlutunum á ákveðinn hátt. Ég bjó til dæmis heima hjá foreldrum mínum og keypti mér ekki íbúð fyrr en árið 2017.“ Hún segir tilhugsunina um barneignir hafa sprottið upp tiltölulega seint. „Ég hallaðist alltaf meira að því að eignast ekki börn, það heillaði mig ekki neitt. Ég var satt að segja miklu spenntari fyrir að eignast hund sem ég gerði árið 2018, þegar ég eignaðist hana Doppu mína. Það var eiginlega ekki fyrr en árið 2017 að ég fékk að vita að þetta væri möguleiki af því að ein kona sem ég þekkti fór þá í gegnum þetta ferli að eignast barn ein. Ég ákvað þarna að gefa mér „deadline“ - þegar ég yrði 35 ára ætlaði ég að vera búin að ákveða hvort ég ætlaði að eignast börn eða ekki. Af því að núna vissi ég að þetta var valmöguleiki, að gera þetta einsömul.“ Hún segist, eins klisjulega og það hljómi, hafa gert sér grein fyrir því að klukkna var að tikka. „Ég hafði ekki endalausan tíma. Á þessum árum, 2018 til 2020, var ég þess vegna rosalega dugleg að ferðast; fór til að mynda til Balí og Havaí og í fleiri ferðir. Ég var nánast aldrei á landinu, og ef ég var á landinu þá var ég að vinna og safna fyrir frekari ferðalögum. Árið 2020 fór ég í sex vikna ferðlag til Ástralíu, Fiji og Nýja Sjálands.“ Ósk tók þá ákvörðun á sínum tíma að vera búin að taka ákvörðun um barneignir á 35 ára afmælisdaginn.Vísir/Anton Brink Það ár fagnaði hún 35 ára afmælinu mínu í Eyjaálfu. „Ég man að ég sat þennan dag úti í sólinni, með kokteil í annarri hönd og hugsaði með mér að ég væri nú ekkert að fara að sleppa þessu. Ég dýrkaði þetta ferðalagalíf og mig langaði sko ekkert að fórna því, ég ætlaði bara að vera „svala frænkan.“ Ég var næstum því búin að taka ákvörðun þarna, að halda bara áfram að ferðast og njóta. En það var einhver rödd inni í mér sem sagði mér að bíða með að taka ákvörðun þar til ég væri komin aftur heim til Íslands.“ Allt breyttist í lok maí 2020 eftir komuna heim til Íslands. „Þá fór ég í bröns með vinkonum mínum og þá tilkynnti ein úr hópnum að hún ætti von á barni. Og þá kom einhver hugsun upp í hugann á mér: „Vá, ég vildi að ég gæti gert þetta, ég vildi ég gæti líka tilkynnt þetta.“ Ég hafði aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu áður. Og eitthvað varð til þess að ég ákvað að deila þessum pælingum mínum með vinkonum mínum þarna, á þessari stundu. Ég hafði aldrei gert það áður. Og það er held ég með því skynsamlegra sem ég hef gert. Peppið sem ég fékk frá þeim, stuðningurinn og jákvæðnin og forvitnin var þess eðlis að það ýtti mig áfram í þessu ferli.“ Eins og Tinder á sterum Ósk fór síðan á fund með lækni og félagsráðgjafa hjá Livio. Upplifun Óskar af viðtalinu með félagsráðgjafanum var að hennar sögn jákvæð að mestu leyti. „En það voru samt nokkrar spurningar sem stungu mig aðeins, vegna þess að þær sneru að hlutum sem eiga ekkert bara við um einstakar mæður. Eins spurningin var til dæmis: „Ef barnið veikist seint um kvöld eða um nótt- hvernig ætlar þú að komast í apótek?“ Þetta eru aðstæður sem ég gæti alveg eins lent í þó ég ætti barn með maka, og makinn væri kanski erlendis eða í næturvinnu.Aðstæður eru svo mismunandi. Og það er auðvitað engin sem fer af stað í þetta ferli án þess að vera búin að hugsa það fram og til baka og velta öllum möguleikum fyrir sér.“ Síðan tók við næsta skref: val á sæðisgjafa. „Það ferli er, satt að segja, bara stórfurðulegt. Einhver líkti þessu við Tinder á sterum, sem mér finnst eiga vel við. Þú færð aðgang að sæðisbankanum og ert síðan bara „basically”-“ að fara að ákveða hvernig fjölskyldan þín verður, þú ert að ákveða erfðaefnin í barninu þínu – út frá einhverju sem þú sérð á netinu. Þú getur njörvað niður gjafa eftir háralit, augnlit, líkamsbyggingu og húðlit. Þú getur séð barnamyndir af viðkomandi.“ Hún hafi á endanum skellt sér í bústað með vinkonum og tekið tölvuna með. „Þarna sátum við, með búbblur í glasi, og fórum í gegnum þessa þrjá eða fjóra „umsækjendur“ sem ég hafði síað út. Ég var með einn í hausnum sem ég hafði hugsað mér sem „aðal“ en sagði þeim ekki strax frá – en síðan bentu þær allar á hann líka. Við fórum í gegnum bréfið sem hann skrifaði og hlustum á röddina hans.“ Hún segir ferlið hafa verið lúmskt gaman en valkvíði hafi fylgt með. „Enda mælti félagsráðgjafinn með því á sínum tíma að vera ekki að ofhugsa valið á sæðisgjafanum, af því að það er auðvelt að detta ofan í algjöra ormagryfju. Það er líka mælt með því að finna gjafa sem er með svipuð útlitseinkenni og þú. Þar sem að við í fjölskyldunni erum öll frekar ljóshærð, þá valdi ég til að mynda gjafa sem var ljóshærður og með blá augu.“ Ósk segist afar þakklát fyrir stuðningin og peppið sem hún fékk frá vinkonu hópnum á meðan hún var að ganga í gegnum allt ferlið.Vísir/Anton Brink Hún gerði áætlun með lækninum sínum sem hljóðaði upp á að reyna tæknisæðingu þrisvar og taka svo stöðuna eftir það. „Fyrsta uppsetningin endaði í þungun en því miður missti ég það fóstur á tíundu viku. Næstu tvær tilraunir gengu ekki upp og þá ákváðum við að reyna glasameðferð. En þá kom upp sú staða að gjafinn sem ég hafði valið var „out of stock“ og ég þurfti þess vegna að finna nýjan gjafa,“ segir Ósk. „Við vinkonurnar höfum hlegið mikið að þessu- að það hafi ekki verið til inneign þarna í bankanum.“ Hundrað þúsund krónur hvert sæðisstrá Ósk þurfti af þessum sökum að byrja ferlið upp á nýtt við að finna sæðisgjafa. Í þetta sinn var það ekki í bústað með búbblur í glasi. Hún endaði á því að velja þýskan gjafa. „Ég byrjaði síðan í meðferðinni í maí árið 2021 og fór þá í eggheimtu. Eitt egg fór upp og varð að Emil og hin fjögur fóru í frysti í eitt og hálft ár – eitt þeirra varð seinna meir að Tuma. Þeir eru semsagt getnir úr sömu eggjameðferð og það væri hægt að kalla þá „frosna tvíbura“ Þeir voru þar af leiðandi báðir getnir á sama tíma, í júní árið 2021. Upphæðin sem Ósk þurfti að reiða fram úr eigin vasa í tengslum við meðferðirnar var í kringum tvær milljónir króna. „Það kom mér til dæmis á óvart hvað ég þurfti að borga háan toll af sæðinu þegar það var flutt inn til landsins. Hvert sæðistrá kostar í kringum 100 þúsund krónur. En ég slapp nokkuð vel, veit ég. Og sé að sjálfsögðu ekki eftir einni einustu krónu.“ Aðspurð um hvort henni hafi fundist erfitt að ganga ein í gegnum meðgöngu og fæðingu svarar Ósk neitandi, enda hafi hún haft gott bakland í fjölskyldu og vinum. Þau hafi stutt hana heilshugar og ofan á það hafi fyrri meðgangan gengið eins og í sögu. „Ég þekki aðrar konur sem hafa átt börn með maka og hafa síðan farið í gegnum þetta ferli, að eignast barn einar. Kanski hefur þetta verið erfiðara fyrir þær, en ég þekkti ekkert annað en að vera ein.“ Ósk nefnir einnig að það hafi haft ýmsa kosti í för með sér að ganga einsömul í gegnum þetta ferli. Hún hafi til að mynda fengið algjört frelsi þegar kom að hinum og þessum ákvörðunum. Ósk er iðin við að sýna frá lífinu sem einstök móðir á Instagram- og dregur ekkert undan.Vísir/Anton Brink „Ég tók til dæmis þá ákvörðun þegar ég gekk með báða strákana mína að mig langaði ekki að fá að vita kynið. Ég get ímyndað mér að ef að maki hefði verið í spilinu þá hefði það ekki verið eins auðvelt, það að að fá að vita kynið er oft mikilvægara fyrir makann, það er svona þeirra tenging við barnið sem er væntanlegt.“ Emil kom í heiminn í mars 2022 og einu og hálfu ári síðar hóf Ósk ferlið sem leiddi til þess að Tumi kom í heiminn, í ágúst árið 2024. Ósk er núna nýkomin aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi, sem hún hefur notið til hins ýtrasta. „Það segja allir að þeir séu „copy paste“ af hvor öðrum.“ Viðbúin spurningum í framtíðinni Ósk tók þá ákvörðun að velja opinn gjafa, sem þýðir að strákarnir hennar eiga seinna meir möguleika á því að leita uppi manninn sem á helminginn af erfðaefninu þeirra. „Ég vildi ekki taka þann möguleika af barninu mínu að geta leitað að uppruna sínum seinna mér á ævinni. Mér fannst það ekki vera minn réttur að ákveða það fyrir barnið mitt. Eftir að Emil fæddist skráði ég mig aftur inn á síðuna til að athuga hvort það væri fleiri börn á Íslandi eða erlendis sem væru getin með sæði úr þessum sama gjafa. Ísland er náttúrulega mjög lítið og ég gat ekki hugsað til þess að strákanir mínir myndu einhvern tímann seinna í lífinu fá að vita óvænt af einhverjum öðrum þarna úti sem væru komnir af sama gjafa og þeir.“ Ósk segist vissulega hafa hugsað út í það að einn daginn eigi strákarnir hennar eftir að koma með spurningar um uppruna sinn - og hún er vel undirbúin fyrir það.Vísir/Anton Brink Hún hefur ekki fundið neinn annan á Íslandi. „En ég komst að því að það er ein kona í Bretlandi sem eignaðist tvær stelpur með þessum sama gjafa og þær eru báðar á svipuðum aldri og strákarnir mínir. Við höfum verið í bandi og spjallað saman á netinu og ég hef mikinn áhuga á að hitta hana í framtíðinni. Við eigum eftir að fara einhvern daginn út til London og heimsækja hana og stelpurnar. Bæði væri gaman fyrir börnin okkar að hittast en ég hef líka bara áhuga á að vita hvað varð til þess að hún valdi þennan tiltekna gjafa, hvort það hafi verið sömu forsendur og hjá mér.“ Aðspurð segist Ósk vissulega hafa hugsað út í það að einn daginn eigi strákarnir hennar eftir að koma með spurningar um uppruna sinn. „Strákarnir eru auðvitað svo litlir ennþá að það er ekki enn komið að þessum tímapunkti. Ég er algjörlega tilbúin og undirbúin fyrir að þetta samtal á eftir að koma upp einn daginn. Ég hef aldrei farið neitt leynt með það að það er enginn pabbi inn í myndinni. Um daginn kom það upp að Emil var á leikskólanum og var að tala um að pabbi vinkonu sinnar væri að fara að koma að sækja hana og þá sagði hann bara beint út: „Ég á ekki pabba.“ Hann veit alveg að hann á ekki pabba, þó hann skilji kanski ekki alveg ennþá allt á bak við þetta. Hann er líka með fullt af karlkyns fyrirmyndum í kringum sig og hann lítur mjög mikið upp til pabba míns og bróður míns,“ segir Ósk jafnframt. Þetta er tímafrekt ferli og það getur tekið virkilega á bæði líkamlegu og andlegu hliðina. Í flestum tilfellum er þetta valmöguleiki- en samt ekki alltaf, það er ýmislegt sem getur komið upp á, eins og líkamlegir kvillar. Ég myndi alltaf ráðleggja konum sem eru að hugleiða þetta að ræða við einhver sem hefur gengið í gegnum ferlið og hefur persónulega reynslu.“
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira