Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 06:01 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum. Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira