Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2025 11:24 Ásthildur Úa Sigurðardóttir kemur inn í Óresteiu í stað Elínar Sifjar Halldórsdóttur en æfingar hefjast á næstunni. Vísir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir hefur tekið við af Elínu Sif Halldórsdóttur sem átti að leika aðalhlutverkið í Óresteiu, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári. Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári.
Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira