Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 16:31 Bernardo Silva í baráttunni við Gabriel í gær. Getty/Marc Atkins Bernardo Silva er afar óánægður með það misræmi sem var á milli aðdraganda stórleiks Arsenal og Manchester City í gær, hjá liðunum tveimur. Hann kallar eftir heilbrigðri skynsemi þeirra sem koma að því að velja leikdaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira