Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2025 20:50 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri heldur hér stoltur á viðurkenningunni en með honum eru þeir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (t.h.) og Hafberg Þórisson, styrktaraðili verkefnisins. Tréð sést á milli þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57