Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2025 11:26 Róbert Ragnarsson er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Grindavíkur, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í ráðgjafarfyrirtæki. Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira