Lífið

Ás­dís Rán og Her­bert Guðmunds glæsi­leg á frum­sýningu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör á frumsýningu Reykjavík Fusion í Háskólabíói í gærkvöldi.
Það var líf og fjör á frumsýningu Reykjavík Fusion í Háskólabíói í gærkvöldi. Thelma Arngríms

Mætingin var þrusugóð í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tveir fyrstu þættirnir af spennu þáttaröðinni Reykjavík Fusion voru frumsýndir. Stemningin í salnum var frábær og óhætt að segja að þættirnir lofi góðu.

Þættirnir eru framleiddir í sameiningu af fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni ARTE og íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu ACT4. Tökur á seríunni hófust í fyrra en þættirnir verða sýndir hjá Símanum. 

Í þáttaröðinni, sem er alíslensk, er sagt frá matreiðslumeistara sem Ólafur Darri Ólafsson leikur. Hann reynir að koma lífi sínu og tilveru á réttan kjöl og vinna traust fjölskyldu sinnar eftir fangelsisvist. Glæpamannsstimpillinn loðir hinsvegar við hann og dyr samfélagsins standa hvarvetna lokaðar.

Meðal gesta voru World Class-hjónin, Björn Leifsson og Hjördís Jónsdóttir, Herbert Guðmundsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Dóri DNA, Binni Glee og Ásgeir Kolbeinsson, svo fáir einir séu nefndir. 

Hér að neðan má sjá vel valdar myndir frá forsýningunni í gær.

Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, Milla Ósk Magnúsdóttir og Klara Ingvarsdóttir.Thelma Arngríms
Sigurður Víðarsson og Inga Lind Karlsdóttir.Thelma Arngríms
Fólkið á bakvið þættina.Thelma Arngríms
Herbert Guðmundson og Ólafur Darri ásamt dætrum sínum.Thelma Arngríms
Bryndís Hera, Ásgeir Kolbeins og Samúel Bjarki leikstjóri.Thelma Arngríms
Thelma Arngríms
Gunnar Páll Ólafsson, Óttar Guðnason og Samúel Bjarki Pétursson.Thelma Arngríms
Eygló, Ásdís Rán og Inga Lind.Thelma Arngríms
Hera, Iðunn og Mollý.Thelma Arngríms
Hannes og Dóri DNA.Thelma Arngríms
Hera og Ólafur Darri.Thelma Arngríms
Binni Glee mætti með vinkonu sinni.Thelma Arngríms
Bjössi og Dísa.Thelma Arngríms





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.