Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2025 08:40 Samúel Jói og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin voru sakfelldir fyrir vörslu á miklu magni af MDMA. Sýn Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Dómur Landsréttar var kveðinn upp í gær en mennirnir voru í febrúar ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu, en Samúel Jói var einn dæmdur fyrir þann þátt málsins. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt hafi því verið um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan hafði þá fengið upplýsingar um efnin sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni, auk þess að koma fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Samúel Jói játaði á sínum tíma að efnin hafa verið í sinni vörslu, en þó ekki að hann hafi verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Ákæruvaldið áfrýjaði Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar þar sem farið fram fram á refsiþyngingu. Dæmdu fóru hins vegar fram á mildari refsingu, auk þess að Jónas krafðist sýknu varðandi aðkomu sína að málinu. Það var hins vegar mat Landsréttar að þátttaka Jónasar skæri sig á engan hátt frá þátttöku hinna og var niðurstaða dóms héraðsdóms hvað Jónas varðar staðfest. Landsréttur ákvað að því staðfesta tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum Elíasi og Jónasi, en að milda dóm yfir Samúel Jóa – úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Ákærðir í öðru máli Þeir Elías og Jónas Shamsudin eru einnig ákærðir í öðru máli ásamt fjórtán öðrum sem snýr meðal annars að skjalafals, þjófnaði og fíkniefnabroti. Umfangsmesti hluti ákærunnar snýr að þjófnaði á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum. Greint var frá því í síðasta mánuði að stór hluti ákærunnar í málinu – sem taldi tíu síður – hefði verið felldur niður. Bræðurnir og þrír til viðbótar höfðu þar játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Mönnunum var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru, auk þess að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Umfangsmesti ákæruliðurinn varðandi hins vegar meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Mennirnir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Í frétt Vísis frá í ágúst kom fram að saksóknari í málinu hefði fallist á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Elías og Jónas hefðu verið dæmdir fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Hið rétta er að þeir voru ákærðir fyrir slíkt ásamt Samúel Jóa, en sá síðastnefndi var einn sakfelldur fyrir þann þátt málsins. Beðist er velvirðingar á þessu. Dómsmál Mál Shamsudin-bræðra Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32 Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54 Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp í gær en mennirnir voru í febrúar ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu, en Samúel Jói var einn dæmdur fyrir þann þátt málsins. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt hafi því verið um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan hafði þá fengið upplýsingar um efnin sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni, auk þess að koma fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Samúel Jói játaði á sínum tíma að efnin hafa verið í sinni vörslu, en þó ekki að hann hafi verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Ákæruvaldið áfrýjaði Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar þar sem farið fram fram á refsiþyngingu. Dæmdu fóru hins vegar fram á mildari refsingu, auk þess að Jónas krafðist sýknu varðandi aðkomu sína að málinu. Það var hins vegar mat Landsréttar að þátttaka Jónasar skæri sig á engan hátt frá þátttöku hinna og var niðurstaða dóms héraðsdóms hvað Jónas varðar staðfest. Landsréttur ákvað að því staðfesta tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum Elíasi og Jónasi, en að milda dóm yfir Samúel Jóa – úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Ákærðir í öðru máli Þeir Elías og Jónas Shamsudin eru einnig ákærðir í öðru máli ásamt fjórtán öðrum sem snýr meðal annars að skjalafals, þjófnaði og fíkniefnabroti. Umfangsmesti hluti ákærunnar snýr að þjófnaði á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum. Greint var frá því í síðasta mánuði að stór hluti ákærunnar í málinu – sem taldi tíu síður – hefði verið felldur niður. Bræðurnir og þrír til viðbótar höfðu þar játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Mönnunum var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru, auk þess að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Umfangsmesti ákæruliðurinn varðandi hins vegar meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Mennirnir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Í frétt Vísis frá í ágúst kom fram að saksóknari í málinu hefði fallist á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Elías og Jónas hefðu verið dæmdir fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Hið rétta er að þeir voru ákærðir fyrir slíkt ásamt Samúel Jóa, en sá síðastnefndi var einn sakfelldur fyrir þann þátt málsins. Beðist er velvirðingar á þessu.
Dómsmál Mál Shamsudin-bræðra Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32 Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54 Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54
Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11