Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 11:24 Jóna Steinunn, betur þekkt sem Pattý, og Helgi Vilhjálmsson voru gift í 48 ár áður en Pattý lést árið 2011. KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Kjúklingaborgarinn byggir á sögu hjónanna Helga og Pattý sem stóðu að stofnun KFC á Íslandi árið 1980. Borgarinn ber nafnið „Crispy Gravy“ og dregur nafn sitt af því að kjúklingabringunni er dýft í heita brúna sósu áður en hún er sett á borgarann og síðan er Pik-Nik kartöflustráum stráð yfir. Einhvern veginn svona mun Crispy Gravy líta út með sósu og pik-nik kartöflum. Jóna Steinunn Patricia Conway og Helgi Vilhjálmsson gengu í hjónaband árið 1963, eignuðust fjögur börn og stóðu saman að rekstri Góu-Lindu um áratugabil áður en Jóna lést árið 2011. Helgi segir að Jóna Steinunn, eða Pattý eins og hún var alltaf kölluð, hafi alla þeirra hjúskapartíð framreitt borgara með þessum hætti. „Vel af sósu – og Pik-Nik á milli. Þetta var bara eitthvað sem við vorum vön að gera og var mjög vinsælt á okkar heimili. Kannski hefur hún hugsað sem svo að þetta færi auðveldlega ofan í krakkana en í öllu falli varð þetta strax uppáhald hjá börnunum okkar og síðar barnabörnunum,“ segir Helgi um borgarann. Fjölskylduleyndarmálinu deilt með landsmönnum Hægt er að fá „Crispy Gravy“ á öllum stöðum KFC á landinu en ólíkt flestum máltíðum KFC fæst þessi þó aðeins á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. „Þetta var nú aldrei hugsað sem hugmynd fyrir KFC á sínum tíma – þótt við höfum bæði unnið þar frá upphafi eftir að við opnuðum fyrsta staðinn. Það var bara núna nýlega sem þessi hugmynd kviknaði, að deila fjölskylduleyndarmálinu með fólkinu í landinu. Við vorum að huga að nýrri kjúklingaborgaramáltíð þegar stelpurnar mínar mundu eftir borgaranum hjá mömmu Pattý og okkur fannst að það yrði gaman að athuga hvort hann myndi slá í gegn hjá fólki utan fjölskyldunnar. Pattý hefði verið ánægð með þetta og þetta er falleg leið til að halda minningu hennar á lofti,“ segir Helgi að lokum. Matur Kjúklingur Hamborgarar Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Kjúklingaborgarinn byggir á sögu hjónanna Helga og Pattý sem stóðu að stofnun KFC á Íslandi árið 1980. Borgarinn ber nafnið „Crispy Gravy“ og dregur nafn sitt af því að kjúklingabringunni er dýft í heita brúna sósu áður en hún er sett á borgarann og síðan er Pik-Nik kartöflustráum stráð yfir. Einhvern veginn svona mun Crispy Gravy líta út með sósu og pik-nik kartöflum. Jóna Steinunn Patricia Conway og Helgi Vilhjálmsson gengu í hjónaband árið 1963, eignuðust fjögur börn og stóðu saman að rekstri Góu-Lindu um áratugabil áður en Jóna lést árið 2011. Helgi segir að Jóna Steinunn, eða Pattý eins og hún var alltaf kölluð, hafi alla þeirra hjúskapartíð framreitt borgara með þessum hætti. „Vel af sósu – og Pik-Nik á milli. Þetta var bara eitthvað sem við vorum vön að gera og var mjög vinsælt á okkar heimili. Kannski hefur hún hugsað sem svo að þetta færi auðveldlega ofan í krakkana en í öllu falli varð þetta strax uppáhald hjá börnunum okkar og síðar barnabörnunum,“ segir Helgi um borgarann. Fjölskylduleyndarmálinu deilt með landsmönnum Hægt er að fá „Crispy Gravy“ á öllum stöðum KFC á landinu en ólíkt flestum máltíðum KFC fæst þessi þó aðeins á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. „Þetta var nú aldrei hugsað sem hugmynd fyrir KFC á sínum tíma – þótt við höfum bæði unnið þar frá upphafi eftir að við opnuðum fyrsta staðinn. Það var bara núna nýlega sem þessi hugmynd kviknaði, að deila fjölskylduleyndarmálinu með fólkinu í landinu. Við vorum að huga að nýrri kjúklingaborgaramáltíð þegar stelpurnar mínar mundu eftir borgaranum hjá mömmu Pattý og okkur fannst að það yrði gaman að athuga hvort hann myndi slá í gegn hjá fólki utan fjölskyldunnar. Pattý hefði verið ánægð með þetta og þetta er falleg leið til að halda minningu hennar á lofti,“ segir Helgi að lokum.
Matur Kjúklingur Hamborgarar Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira