Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:50 Blikar fögnuðu í San Marínó í kvöld. Vísir/Diego Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Virtus úti í San Marínó. Blikar gætu hafa tryggt sér að minnsta kosti hálfan milljarð í kassann með þessum árangri en þeir unnu einvígið samanlagt 5-2. Leikurinn fór afar hægt af stað en það breyttist með fyrsta marki leiksins. Davíð Ingvarsson átti frábært skot sem markvörður Virtus varði, en Kristófer Ingi Kristinsson kom þá eins og gammur og setti boltann í netið. Blikar fengu nokkur fín færi en náðu ekki að skapa neina alvöru hættu. Virtus tókst að jafna metin á 41. mínútu með laglegum skalla. Skömmu síðar, á 43. mínútu fékk Zenoni, leikmaður Virtus sitt seinna gula spjald, og þar með rautt eftir brot á Valgeiri. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Blikar með mikla yfirburði í seinni hálfleik Blikar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og héldu boltanum innan liðsins. Þeir voru ekki að þvinga neitt, voru þolinmóðir og reyndu að opna pláss. Á 58. mínútu skilaði það sér þegar Davíð Ingvarsson skoraði. Tobias Thomsen gerði svo út um leikinn á 77. mínútu þegar hann bætti við þriðja marki Blika. Hvað þýða úrslitin? Með sigrinum í kvöld tryggðu Blikar sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það verða 36 lið í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeildinni á morgun klukkan 11 á íslenskum tíma. Þátttakan tryggir Breiðablik verulegar tekjur eða hátt í hálfan milljarð króna. Öll liðin verða saman í einni deild og spila sex leiki hvert, við eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Tímabilið hjá Blikum lengist því þokkalega og gætu þeir verið að spila fram að jólum. Atvik leiksins Það verður að vera seinna gula spjald Matteo Zenoni. Fyrsta gula spjaldið var á 32. mínútu, þegar hann fékk aukaspyrnu en var samt eitthvað að tuða. Seinna gula spjaldið var þegar hann braut á Valgeiri Valgeirssyni. Ansi harður dómur að mínu mati en kom sér afar vel fyrir Blika. Dómarar Dómarateymið að þessu sinni kom frá Úkraínu. Mykola Balakin var á flautunni. Oleksiy Derevinskyi var VAR dómari. AD1 var Aleksandr Berkut og AD2 var Viktor Matiash. Þokkalega vel dæmdur leikur, það var í nógu að snúast. Virtus virtist reyna setja eitthvað met í tuði en Balakin var í stuði og lét það ekki hafa áhrif á sig. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Virtus úti í San Marínó. Blikar gætu hafa tryggt sér að minnsta kosti hálfan milljarð í kassann með þessum árangri en þeir unnu einvígið samanlagt 5-2. Leikurinn fór afar hægt af stað en það breyttist með fyrsta marki leiksins. Davíð Ingvarsson átti frábært skot sem markvörður Virtus varði, en Kristófer Ingi Kristinsson kom þá eins og gammur og setti boltann í netið. Blikar fengu nokkur fín færi en náðu ekki að skapa neina alvöru hættu. Virtus tókst að jafna metin á 41. mínútu með laglegum skalla. Skömmu síðar, á 43. mínútu fékk Zenoni, leikmaður Virtus sitt seinna gula spjald, og þar með rautt eftir brot á Valgeiri. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Blikar með mikla yfirburði í seinni hálfleik Blikar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og héldu boltanum innan liðsins. Þeir voru ekki að þvinga neitt, voru þolinmóðir og reyndu að opna pláss. Á 58. mínútu skilaði það sér þegar Davíð Ingvarsson skoraði. Tobias Thomsen gerði svo út um leikinn á 77. mínútu þegar hann bætti við þriðja marki Blika. Hvað þýða úrslitin? Með sigrinum í kvöld tryggðu Blikar sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það verða 36 lið í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeildinni á morgun klukkan 11 á íslenskum tíma. Þátttakan tryggir Breiðablik verulegar tekjur eða hátt í hálfan milljarð króna. Öll liðin verða saman í einni deild og spila sex leiki hvert, við eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Tímabilið hjá Blikum lengist því þokkalega og gætu þeir verið að spila fram að jólum. Atvik leiksins Það verður að vera seinna gula spjald Matteo Zenoni. Fyrsta gula spjaldið var á 32. mínútu, þegar hann fékk aukaspyrnu en var samt eitthvað að tuða. Seinna gula spjaldið var þegar hann braut á Valgeiri Valgeirssyni. Ansi harður dómur að mínu mati en kom sér afar vel fyrir Blika. Dómarar Dómarateymið að þessu sinni kom frá Úkraínu. Mykola Balakin var á flautunni. Oleksiy Derevinskyi var VAR dómari. AD1 var Aleksandr Berkut og AD2 var Viktor Matiash. Þokkalega vel dæmdur leikur, það var í nógu að snúast. Virtus virtist reyna setja eitthvað met í tuði en Balakin var í stuði og lét það ekki hafa áhrif á sig.