Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Arnar setur stefnuna að sjálfsögðu á fyrsta sætið en annað sætið er raunhæfara. Hann segir fyrsta leik undankeppninnar gríðarlega mikilvægan. vísir / sigurjón Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira