Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 20:01 Það eru margar goðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf á morgnanna frekar en á kvöldin. Getty Þrátt fyrir að margir kjósi að stunda kynlíf á kvöldin eru fjölmargar góðar ástæður fyrir því að byrja daginn á kynlífi. Ekki aðeins vegna þess að það er skemmtilegt, heldur getur það haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan. Samkvæmt Healthline getur morgunkynlíf meðal annars aukið orkuna yfir daginn, styrkt tengslin við maka og bætt almenna vellíðan. Þá getur fullnæging jafnvel bætt útlit húðarinnar. Hér að neðan eru níu ástæður fyrir því að stunda reglulegt morgunkynlíf. 1. Líkaminn er tilbúinn og vakandi Morguninn er fullkominn tími fyrir kynlíf því líkaminn er einfaldlega tilbúinn. Estrógen- og testósterónstig eru á hámarki á þessum tíma dags, sem eykur kynhvöt. 2. Hann endist lengur Hærra testósterón í líkamanum þýðir betra kynlíf. Það eykur kynhvöt, bætir kynferðislega virkni og getur styrkt stinningu getnaðarlims. Hvað er ekki frábært við það? Getty 3. Aukin nánd Morgunkynlíf getur gert ykkur nánari, en hvernig? Kynlíf framleiðir oxýtósín hormónið, sem oft er nefnt ástarhormónið, sem losnar við kynlíf og finnur þú sterkari tengingu við maka þinn. 4. Minnkar streitu Rannsókn frá 2010 sýndi að kynlíf getur lækkað magn kortisóls, eða streituhormóns, í líkamanum. Með því að stunda kynlíf fyrir vinnu byrjarðu daginn afslappaðri og í betra skapi. 5. Losar um endorfín Við kynlíf losnar líkaminn um endorfín, sem er náttúrulegt gleðihormón sem eykur vellíðan. Þess vegna finnur þú þig yfirleitt hamingjusamari eftir fullnægingu. Af hverju ekki að byrja daginn með léttara hugarfari? Getty 6. Telst sem líkamsrækt Kynlíf að morgni er kannski ekki eins og að fara út að klaupa í klukkutíma en það jafngildir góðum göngutúr. mkvæmt rannsókn frá Harvard Medical School brennir maður um fimm hitaeiningum á mínútu við kynlíf. 7. Gott fyrir heilann Viltu örva vitsmunalega getu? Morgunkynlíf getur hjálpað. Margar rannsóknir sýna að kynlíf losar blöndu af taugaboðefnum og hormónum, sérstaklega dópamíni, gleðihormóninu, sem getur bætt heilsu heilans og haft jákvæð áhrif á hugsun. 8. Styrkir ónæmiskerfið C-vítamín er gott fyrir ónæmiskerfið, en það gerir kynlíf líka. Rannsókn frá 2015 sýndi að kynlíf getur aukið ónæmi með því að örva náttúrulegar varnir líkamans gegn bakteríum, veirum og öðrum sýkingum. Getty 9. Getur gert þig unglegri Sumir sérfræðingar telja að kynlíf hjálpi til við að líta yngri út vegna þess að það losar oxýtósín, beta-endorfín og önnur bólgueyðandi efni. Rannsóknir benda til þess að kynlíf að minnsta kosti þrisvar í viku geti látið þig líta nokkrum árum yngri út en þá sem stunda minna kynlíf. Þá getur fullnæging jafnvel bætt húðina á marga vegu. Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni. 20. ágúst 2025 21:02 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Samkvæmt Healthline getur morgunkynlíf meðal annars aukið orkuna yfir daginn, styrkt tengslin við maka og bætt almenna vellíðan. Þá getur fullnæging jafnvel bætt útlit húðarinnar. Hér að neðan eru níu ástæður fyrir því að stunda reglulegt morgunkynlíf. 1. Líkaminn er tilbúinn og vakandi Morguninn er fullkominn tími fyrir kynlíf því líkaminn er einfaldlega tilbúinn. Estrógen- og testósterónstig eru á hámarki á þessum tíma dags, sem eykur kynhvöt. 2. Hann endist lengur Hærra testósterón í líkamanum þýðir betra kynlíf. Það eykur kynhvöt, bætir kynferðislega virkni og getur styrkt stinningu getnaðarlims. Hvað er ekki frábært við það? Getty 3. Aukin nánd Morgunkynlíf getur gert ykkur nánari, en hvernig? Kynlíf framleiðir oxýtósín hormónið, sem oft er nefnt ástarhormónið, sem losnar við kynlíf og finnur þú sterkari tengingu við maka þinn. 4. Minnkar streitu Rannsókn frá 2010 sýndi að kynlíf getur lækkað magn kortisóls, eða streituhormóns, í líkamanum. Með því að stunda kynlíf fyrir vinnu byrjarðu daginn afslappaðri og í betra skapi. 5. Losar um endorfín Við kynlíf losnar líkaminn um endorfín, sem er náttúrulegt gleðihormón sem eykur vellíðan. Þess vegna finnur þú þig yfirleitt hamingjusamari eftir fullnægingu. Af hverju ekki að byrja daginn með léttara hugarfari? Getty 6. Telst sem líkamsrækt Kynlíf að morgni er kannski ekki eins og að fara út að klaupa í klukkutíma en það jafngildir góðum göngutúr. mkvæmt rannsókn frá Harvard Medical School brennir maður um fimm hitaeiningum á mínútu við kynlíf. 7. Gott fyrir heilann Viltu örva vitsmunalega getu? Morgunkynlíf getur hjálpað. Margar rannsóknir sýna að kynlíf losar blöndu af taugaboðefnum og hormónum, sérstaklega dópamíni, gleðihormóninu, sem getur bætt heilsu heilans og haft jákvæð áhrif á hugsun. 8. Styrkir ónæmiskerfið C-vítamín er gott fyrir ónæmiskerfið, en það gerir kynlíf líka. Rannsókn frá 2015 sýndi að kynlíf getur aukið ónæmi með því að örva náttúrulegar varnir líkamans gegn bakteríum, veirum og öðrum sýkingum. Getty 9. Getur gert þig unglegri Sumir sérfræðingar telja að kynlíf hjálpi til við að líta yngri út vegna þess að það losar oxýtósín, beta-endorfín og önnur bólgueyðandi efni. Rannsóknir benda til þess að kynlíf að minnsta kosti þrisvar í viku geti látið þig líta nokkrum árum yngri út en þá sem stunda minna kynlíf. Þá getur fullnæging jafnvel bætt húðina á marga vegu.
Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni. 20. ágúst 2025 21:02 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni. 20. ágúst 2025 21:02