Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2025 08:01 Aron Valur Gunnlaugsson og Ketill Ágústsson skipulögðu viðburðinn. Vísir/Lýður Valberg Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári. Fréttastofa hefur reglulega fjallað um ungmennapartí sem unglingar á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri halda utandyra á sumrin. Viðburðirnir eru oftar en ekki án alls eftirlits og margir með áfengi við hönd. Foreldrar og lögregla hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessara partía en dæmi eru um að börn verði ofurölvi og enginn fullorðinn á svæðinu til að aðstoða þau. Tveir ungir menn, nýútskrifaðir úr Menntaskólanum við Sund, sáu sér leik á borði og hófu skipulagningu slíks viðburðar, með gæslu og án allra vímuefna. „Þegar við komum í menntaskóla sáum við að enginn var að halda neina viðburði. Allt var óskipulagt. Löggan kom,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, annar skipuleggjenda. „Einhvers staðar í Elliðaárdalnum til tvö um nótt. Svo sá maður níu vasaljós, þá voru löggurnar komnar. Allir hlaupandi heim og allt ömurlegt. Þetta er svo leiðinlegt. Þannig við hugsuðum að við ættum að gera eitthvað í þessu. Sóttum um leyfi og allt það dæmi,“ segir Ketill Ágústsson, einnig skipuleggjandi. Vilja stækka viðburðinn Viðburðurinn, sem þeir kalla Brekkusöngur og sumarball, fór fram síðustu helgi. Rúmlega þrjú hundruð ungmenni voru á svæðinu. „Við ætlum að reyna að gera þetta árlegt. Við byrjum með brekkusöng, svo er ball. Svo eru matarvagnar og við ætlum að reyna að stækka þetta á hverju ári. Þetta er vímuefnalaus viðburður og bara stemning,“ segir Aron Valur. Hvernig gekk þetta í ár? „Bara frábærlega. Ekkert ofbeldi,“ svarar Ketill. Allt í góðum höndum Foreldrar barna sem sækja viðburðinn hafa verið afar ánægðir með framtakið. „Við erum með tónlistarmenn, gæslu. Svo er lögreglan hér og starfsfólk frá Bólinu og Flotanum sem hjálpuðu okkur rosalega mikið. Bara Mosfellsbær, þökkum öllum þar rosalega fyrir að leyfa okkur að gera þetta,“ segir Aron Valur. Mosfellsbær Börn og uppeldi Áfengi Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Fréttastofa hefur reglulega fjallað um ungmennapartí sem unglingar á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri halda utandyra á sumrin. Viðburðirnir eru oftar en ekki án alls eftirlits og margir með áfengi við hönd. Foreldrar og lögregla hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessara partía en dæmi eru um að börn verði ofurölvi og enginn fullorðinn á svæðinu til að aðstoða þau. Tveir ungir menn, nýútskrifaðir úr Menntaskólanum við Sund, sáu sér leik á borði og hófu skipulagningu slíks viðburðar, með gæslu og án allra vímuefna. „Þegar við komum í menntaskóla sáum við að enginn var að halda neina viðburði. Allt var óskipulagt. Löggan kom,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, annar skipuleggjenda. „Einhvers staðar í Elliðaárdalnum til tvö um nótt. Svo sá maður níu vasaljós, þá voru löggurnar komnar. Allir hlaupandi heim og allt ömurlegt. Þetta er svo leiðinlegt. Þannig við hugsuðum að við ættum að gera eitthvað í þessu. Sóttum um leyfi og allt það dæmi,“ segir Ketill Ágústsson, einnig skipuleggjandi. Vilja stækka viðburðinn Viðburðurinn, sem þeir kalla Brekkusöngur og sumarball, fór fram síðustu helgi. Rúmlega þrjú hundruð ungmenni voru á svæðinu. „Við ætlum að reyna að gera þetta árlegt. Við byrjum með brekkusöng, svo er ball. Svo eru matarvagnar og við ætlum að reyna að stækka þetta á hverju ári. Þetta er vímuefnalaus viðburður og bara stemning,“ segir Aron Valur. Hvernig gekk þetta í ár? „Bara frábærlega. Ekkert ofbeldi,“ svarar Ketill. Allt í góðum höndum Foreldrar barna sem sækja viðburðinn hafa verið afar ánægðir með framtakið. „Við erum með tónlistarmenn, gæslu. Svo er lögreglan hér og starfsfólk frá Bólinu og Flotanum sem hjálpuðu okkur rosalega mikið. Bara Mosfellsbær, þökkum öllum þar rosalega fyrir að leyfa okkur að gera þetta,“ segir Aron Valur.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Áfengi Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira