Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 15:19 Svona var útsýnið frá Flötunum í Garðabæ yfir að Kauptúni þar sem auglýsingaskiltið skein skært síðastliðið laugardagskvöld. Baldur Rafn Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur. Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur.
Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira