Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 11:50 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Samsett mynd Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu. Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu.
Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19