Innlent

Vond staða Úkraínu, furðukenning um geim­verur og Gleðigangan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Utanríkisráðherra segir slæmt ef Úkraínumenn þurfa að gefa eftir landsvæði til þess að knýja á um vopnahlé við Rússa. 

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands hittast í Alaska í næstu viku til að ræða innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, en Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að friðarsamkomulag þyrfti að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Fyrir það hefur Selenskí Úkraínuforseti þvertekið, en hann mun ekki eiga sæti við borðið á fundinum, frekar en aðrir fulltrúar Úkraínu. Rætt verður við utanríkisráðherra í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Þar verður einnig farið yfir matarsendingar sem berast nú íbúum Gasa úr lofti, en hjálparsamtök segja þær bæði hættulegar og ekki nóg til þess að aflétta hungursneyð á svæðinu.

Við kynnum okkur kenningar um að geimskip sé á leið til jarðarinnar, drekkum í okkur stemninguna í Gleðigöngunni sem fór fram í dag, hitum upp fyrir stærðarinnar Pallaball í beinni og kynnumst magnaðri sögu heita vatnsins á Drangsnesi, þar sem íbúar muna svo sannarlega tímana tvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×