Innlent

Fimm vistaðir í fanga­klefa eftir hópslagsmál

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hátíðin Ein með öllu var haldin á Akureyri um helgina.
Hátíðin Ein með öllu var haldin á Akureyri um helgina. Vísir/Vilhelm

Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt.

„Það var svosem mikill erill hjá lögreglunni á Akureyri. Það komu upp hópslagsmál, það voru fimm handteknir og vistaðir í fangaklefa. Fyrir utan það var þetta aðallega mikil ölvun í bænum og mál tengd því,“ segir Kristófer Hafsteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri.

Hann segir einstaklinganna vera allt karlmenn í kringum tvítugt en málið kom upp um þrjú í nótt. Málsatvik liggi fyrir að mestu leiti.

„Þeir verður líklegast sleppt út að loknum skýrslutökum,“ segir Kristófer.

Hátíðin Ein með öllu var haldin í bænum um helgina og gerði fjöldi fólks sér leið þangað til að fagna Verslunarmannahelginni. 

„Það var ölvunarástand. Málin eru tengd að koma fólki í öruggt skjól og svona,“ segir hann.

Talsverður fjöldi var tekinn fyrir hraðakstur í og við Akureyri en fyrir utan það hafi helgin gengið nokkuð vel að sögn Kristófers.

„Verslunarmannahelgin búin að ganga annars nokkuð vel. Við erum búin að vera mjög virk í hraðaeftirliti í bænum og fyrir utan. Búið að stoppa talsverðan fjölda af ökumönnum fyrir of hraðan akstur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×