Sport

Tólf ára sund­kona hárs­breidd frá verð­launum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yu Zidi þykir vera gríðarlegt efni. Hún er að keppa á sínu fyrsta stórmóti tólf ára gömul og gæti verið búin að keppa á tveimur Ólympíuleikum fyrir tvítugt.
Yu Zidi þykir vera gríðarlegt efni. Hún er að keppa á sínu fyrsta stórmóti tólf ára gömul og gæti verið búin að keppa á tveimur Ólympíuleikum fyrir tvítugt. Getty/Maddie Meyer

Kínverjar tefla fram undrabarni á heimsmeistaramótinu í sundi í ár og það munaði ekki miklu að hún næði í verðlaun í fyrstu tilraun.

Hin tólf ára gamla Yu Zidi hefði orðið yngsti verðlaunahafinn í 89 ára sögu heimsmeistaramótsins og það munaði ekki miklu.

Yu Zidi var aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá verðlaunapallinum í 200 metra fjórsundi. Zidi kom í markið á 2:09.21 mín. og endaði í fjórða sætinu.

Það fylgir þó sögunni að þetta er ekki hennar sterkasta grein. Hún fær því frekari tækifæri til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu sem fer fram þessa dagana í Singapúr.

Yu Zidi heldur upp á þrettán ára afmælið sitt í október. Í dag er hún að synda hraðar en hin átján ára gamla Summer McIntosh gerði á sama aldri.

Summer McIntosh er stórstjarna þessa heimsmeistaramót og þegar farin að safna að sér verðlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×