Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2025 14:37 Pítsurnar voru merktar „áríðandi hraðsending“ og komu barnaafmælisvolgar eftir flugið suður. Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar. „Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie. Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie.
Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira