Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2025 13:06 Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Blönduósi og sveitunum þar í kring um helgina en Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, viðburðastjóri vökunnar er hér við skiltið góða. Aðsend Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér Húnabyggð Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér
Húnabyggð Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira