Innlent

Tíðinda­lítil nótt á gos­stöðvunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gosið mallar.
Gosið mallar. Björn Steinbekk

Nóttin var fremur róleg og tíðindalítil á gosstöðvunum við Sundhnúksgíg að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Það gýs enn, en dregur hægt og rólega úr.

Bjarki segir að skyggnið hafi þó versnað töluvert síðustu klukkutímana og því erfiðara að fylgjast með á vefmyndavélum. „En það er frekar góður gangur í þessu enn en þó er minni virkni en var í gær, hún hefur minnkað um helming eða svo.“

Að sögn Bjarka er óróinn einnig orðinn mjög lítill og að ef fram fer sem horfir eigi gosið ekki marga daga eftir, gæti klárast í dag eða á morgun, ef engar breytingar verða.

Varðandi gasmengun segir Bjarki að hún sé ekki að mælast á suðvesturhorninu en hún sjáist enn á Akureyri, en þó mun minni en var í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×