Lífið

Boxari selur í­búð með heitum potti og Esju út­sýni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Davíð Rúnar hefur sett íbúð sína á sölu.
Davíð Rúnar hefur sett íbúð sína á sölu. SAMSETT

Boxarinn og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason hefur sett íbúð sína í Grafarvogi á sölu. Er um að ræða rúmlega 120 fermetra eign með palli og ásett verð er 104,9 milljónir.

Davíð, sem er fæddur árið 1989, er í sambandi með Heiði Ósk Eggertsdóttur förðunarfræðingi og eiganda Reykjavik Make Up School og eru hjúin flutt inn saman. Hann hefur vakið mikla athygli sem boxþjálfari hérlendis sem og fyrir Icebox hnefaleikaviðburðina. 

Íbúðin sem er staðsett á Tröllaborgum 14 er sérhæð í tvíbýlishúsi við Tröllaborgir 14 með einstöku útsýni á frábærum stað í Borgarhverfinu í Grafarvogi þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla.

Sömuleiðis er rúmgóður pallur með heitum potti og rándýru útsýni yfir Esjuna. 

Útsýnið er sannarlega ekki af verri endanum.Prima Fasteignasala
Kósí!Prima Fasteignasala
Íbúðin er björt og rúmgóð.Prima Fasteignasala

Hér má sjá nánari upplýsingar um eignina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.