Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2025 11:37 Hinrik og Paddi ásamt eldri félaga og svo með vini sínum Jóni. Þrír vinir í Borgarholtsskóla uppgötvuðu sveitaballamenningu í Vík í Mýrdal síðasta haust og hafa síðan þá farið á sveitaböll í níu bæjarfélögum. Þeir vilja auka hróður sveitaballsins, koma fleiri jafnöldrum á bragðið og dreymir um að halda sveitaball í borginni. Fréttastofa ræddi við Hinrik Steingrím Sigurðarson og Patrek Trausta Jóhannesson, menntaskólanema í Borgarholtsskóla, sem hafa ásamt þriðja vini verið duglegir að kynna sér sveitaballamenningu síðasta árið. „Þetta byrjaði af því að amma Padda sagði að við myndum aldrei fá að upplifa alvöru böll eins og þau voru í gamla daga. Þannig við fórum að reyna að finna út úr hvort það væri hægt að fara á svona alvöru böll, sveitaböll og það er heldur betur hægt í Vík í Mýrdal,“ segir Hinrik. Hafið þið farið víða? „Við erum búnir að fara tvisvar til Víkur í Gírdal, við erum búnir að fara á Hofsós, Hveragerði, Selfoss, Blönduós, Akureyri og Flúðir. Allt í allt níu bæjarfélög og stundum tvisvar til þrisvar á hverjum stað,“ segir Patrekur. Er þetta skemmtilegra en að djamma í bænum? „Þetta er á öðru leveli og að sjá gamla fólkið í þessum gír, sem þú gætir ekki ímyndað. Bæjarstjórinn með okkur á dansgólfinu allt kvöldið í Vík, það var rosalegt,“ segir Hinrik. Hinrik og Patrekur pósa með krullhærðum manni á sveitaballi. Lokað í sundi en sveitaball um kvöldið Upphafið að sveitaballasýki strákanna má rekja aftur til októbers í fyrra þegar strákarnir ætluðu að skella sér í sund í Vík. „Við vorum á leið í sund í Vík í Mýrdal af því Paddi á sveit þarna rétt hjá. Við ætluðum að fara ofan í en sundlaugin var lokuð því það var ekki nógu mikið heitt vatn. Þannig að við kíktum aðeins í íþróttahúsið og þar var kandífloss en bara ein manneskja inni í salnum,“ segir Hinrik. Fossaleit að kvöldi til. Þeir hafi spurt konuna hvað væri um að vera. „Strákar, vitið þið ekki hvað er að gerast? Það er Regnbogahátíð, stærsti viðburðurinn hérna í Vík í Mýrdal og svo er sveitaball á eftir,“ hafi konan svarað. „Við þurfum að komast þangað,“ hafi þeir hugsað með sér. Ballið reyndist vera svo mikil skemmtun og upplifun að strákarnir voru strax spenntir fyrir næsta balli. „Bæjarstjórinn og þeir sem voru að halda ballið sögðu okkur hvenær næsta ball væri og sögðu: ,Þið eruð velkomnir aftur hvenær sem þið viljið.' Af því við vorum með svo mikla stemmingu og þau höfðu aldrei séð stráka frá Reykjavík koma alla leið til Víkur í Mýrdal á sveitaball,“ segir Hinrik. Slepptu balli í Borgó fyrir Þorrablót Mýrdælinga Næsta ball hjá strákunum var þá Þorrablótið í Vík sem var haldið 25. janúar síðastliðinn. Strákarnir fórnuðu þar félagslífinu í Borgó fyrir annað smakk af sveitinni. Strákarnir við Seljalandsfoss. „Við slepptum nýársballinu í bænum í menntaskólanum okkar til að fara frekar á þorrablótið,“ segir Patrekur. „Fólkinu í vinahópnum okkar fannst það pínu skrítið,“ bætir Hinrik við. Eftir þetta voru strákarnir komnir á bragðið og fóru í kjölfarið markvisst að leita uppi sveitaböll. „Ég man að við löbbuðum út af ballinu og horfðum allir hver á annan og hugsuðum: ,Við verðum að gera meira af þessu,“ segir Patrekur. „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Strákarnir segja snilldina við sveitaballið felast í samverunni. Strákarnir með reynslubolta. „Fólk á okkar aldri í Reykjavík mun aldrei skilja að þegar við löbbum þarna inn þá er „Fugladansinn“ í gangi. Stór hringur, stelpur innri hringur og strákar í ytri hring. Þegar lagið stoppar þá áttu að bjóða manneskjunni fyrir framan þig í dans. Þannig það eru allir saman á böllunum,“ segir Hinrik. „Og einn daginn munum við start-a þessu hérna, leigja hlöðu eða eitthvað, við munum gera þetta,“ bætir hann við. „Við viljum koma þessari gömlu menningu aftur í gang,“ segir Patrekur. „Okkur langar í þessa stemmingu þar sem allir eru saman. Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti, það var horft skringilega á okkur þegar við tókum vídjó hver af öðrum,“ segir Hinrik. Íslenska tónlistin og trúbadorahljómsveitirnar séu lykilatriði að sögn Patreks. Fleiri krakkar þurfi að kynnast sveitaballinu Strákarnir vilja að sveitaböllin fái betra pláss og að þau sé auglýst betur en nú. „Við erum búnir að join-a fleiri fleiri bæjargrúppur á Facebook þar sem koma einstaka sinnum inn auglýsingar fyrir böll. Það er hvergi hægt að finna þetta á netinu nema inni á þessum heimasíðum bæjarfélaganna,“ segir Patrekur. „Þess vegna finnst mér að þetta ætti að vera meira á Instagram þar sem krakkar fá að sjá þetta. Það eru örugglega fleiri sem vilja kíkja á þetta en við,“ segir Hinrik. Strákarni fá sér eplasíder á balli. Framundan eru fleiri sveitaböll, næst á dagskrá er Húnavaka á Blönduósi. „Við mætum alltaf heila helgi og ballið er annað hvort á föstudagskvöldi eða laugardagskvöldi,“ segir Patrekur. „Þið fáið braggann“ „Síðan er það svo skemmtilegt að við reddum alltaf gistingu þegar við erum komnir á svæðið,“ segir Hinrik. Eftirminnilegasta gistingin hafi verið í Vík í Mýrdal í janúar þar sem var blindbylsveður. „Þegar við fórum á Þorrablótið þá gistum við fyrstu nóttina inni í gömlum sveitabragga ofan á bílnum mínum inni í tjaldi,“ segir Patrekur. „Við töluðum við bónda þarna í sveitinni og spurðum hvort við mættum gista og hann sagði: ,Þið fáið braggann. Við gistum bara inni í einhverjum eldgömlum herbragga,“ segir Hinrik. Mýrdalshreppur Dans Næturlíf Húnabyggð Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Hinrik Steingrím Sigurðarson og Patrek Trausta Jóhannesson, menntaskólanema í Borgarholtsskóla, sem hafa ásamt þriðja vini verið duglegir að kynna sér sveitaballamenningu síðasta árið. „Þetta byrjaði af því að amma Padda sagði að við myndum aldrei fá að upplifa alvöru böll eins og þau voru í gamla daga. Þannig við fórum að reyna að finna út úr hvort það væri hægt að fara á svona alvöru böll, sveitaböll og það er heldur betur hægt í Vík í Mýrdal,“ segir Hinrik. Hafið þið farið víða? „Við erum búnir að fara tvisvar til Víkur í Gírdal, við erum búnir að fara á Hofsós, Hveragerði, Selfoss, Blönduós, Akureyri og Flúðir. Allt í allt níu bæjarfélög og stundum tvisvar til þrisvar á hverjum stað,“ segir Patrekur. Er þetta skemmtilegra en að djamma í bænum? „Þetta er á öðru leveli og að sjá gamla fólkið í þessum gír, sem þú gætir ekki ímyndað. Bæjarstjórinn með okkur á dansgólfinu allt kvöldið í Vík, það var rosalegt,“ segir Hinrik. Hinrik og Patrekur pósa með krullhærðum manni á sveitaballi. Lokað í sundi en sveitaball um kvöldið Upphafið að sveitaballasýki strákanna má rekja aftur til októbers í fyrra þegar strákarnir ætluðu að skella sér í sund í Vík. „Við vorum á leið í sund í Vík í Mýrdal af því Paddi á sveit þarna rétt hjá. Við ætluðum að fara ofan í en sundlaugin var lokuð því það var ekki nógu mikið heitt vatn. Þannig að við kíktum aðeins í íþróttahúsið og þar var kandífloss en bara ein manneskja inni í salnum,“ segir Hinrik. Fossaleit að kvöldi til. Þeir hafi spurt konuna hvað væri um að vera. „Strákar, vitið þið ekki hvað er að gerast? Það er Regnbogahátíð, stærsti viðburðurinn hérna í Vík í Mýrdal og svo er sveitaball á eftir,“ hafi konan svarað. „Við þurfum að komast þangað,“ hafi þeir hugsað með sér. Ballið reyndist vera svo mikil skemmtun og upplifun að strákarnir voru strax spenntir fyrir næsta balli. „Bæjarstjórinn og þeir sem voru að halda ballið sögðu okkur hvenær næsta ball væri og sögðu: ,Þið eruð velkomnir aftur hvenær sem þið viljið.' Af því við vorum með svo mikla stemmingu og þau höfðu aldrei séð stráka frá Reykjavík koma alla leið til Víkur í Mýrdal á sveitaball,“ segir Hinrik. Slepptu balli í Borgó fyrir Þorrablót Mýrdælinga Næsta ball hjá strákunum var þá Þorrablótið í Vík sem var haldið 25. janúar síðastliðinn. Strákarnir fórnuðu þar félagslífinu í Borgó fyrir annað smakk af sveitinni. Strákarnir við Seljalandsfoss. „Við slepptum nýársballinu í bænum í menntaskólanum okkar til að fara frekar á þorrablótið,“ segir Patrekur. „Fólkinu í vinahópnum okkar fannst það pínu skrítið,“ bætir Hinrik við. Eftir þetta voru strákarnir komnir á bragðið og fóru í kjölfarið markvisst að leita uppi sveitaböll. „Ég man að við löbbuðum út af ballinu og horfðum allir hver á annan og hugsuðum: ,Við verðum að gera meira af þessu,“ segir Patrekur. „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Strákarnir segja snilldina við sveitaballið felast í samverunni. Strákarnir með reynslubolta. „Fólk á okkar aldri í Reykjavík mun aldrei skilja að þegar við löbbum þarna inn þá er „Fugladansinn“ í gangi. Stór hringur, stelpur innri hringur og strákar í ytri hring. Þegar lagið stoppar þá áttu að bjóða manneskjunni fyrir framan þig í dans. Þannig það eru allir saman á böllunum,“ segir Hinrik. „Og einn daginn munum við start-a þessu hérna, leigja hlöðu eða eitthvað, við munum gera þetta,“ bætir hann við. „Við viljum koma þessari gömlu menningu aftur í gang,“ segir Patrekur. „Okkur langar í þessa stemmingu þar sem allir eru saman. Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti, það var horft skringilega á okkur þegar við tókum vídjó hver af öðrum,“ segir Hinrik. Íslenska tónlistin og trúbadorahljómsveitirnar séu lykilatriði að sögn Patreks. Fleiri krakkar þurfi að kynnast sveitaballinu Strákarnir vilja að sveitaböllin fái betra pláss og að þau sé auglýst betur en nú. „Við erum búnir að join-a fleiri fleiri bæjargrúppur á Facebook þar sem koma einstaka sinnum inn auglýsingar fyrir böll. Það er hvergi hægt að finna þetta á netinu nema inni á þessum heimasíðum bæjarfélaganna,“ segir Patrekur. „Þess vegna finnst mér að þetta ætti að vera meira á Instagram þar sem krakkar fá að sjá þetta. Það eru örugglega fleiri sem vilja kíkja á þetta en við,“ segir Hinrik. Strákarni fá sér eplasíder á balli. Framundan eru fleiri sveitaböll, næst á dagskrá er Húnavaka á Blönduósi. „Við mætum alltaf heila helgi og ballið er annað hvort á föstudagskvöldi eða laugardagskvöldi,“ segir Patrekur. „Þið fáið braggann“ „Síðan er það svo skemmtilegt að við reddum alltaf gistingu þegar við erum komnir á svæðið,“ segir Hinrik. Eftirminnilegasta gistingin hafi verið í Vík í Mýrdal í janúar þar sem var blindbylsveður. „Þegar við fórum á Þorrablótið þá gistum við fyrstu nóttina inni í gömlum sveitabragga ofan á bílnum mínum inni í tjaldi,“ segir Patrekur. „Við töluðum við bónda þarna í sveitinni og spurðum hvort við mættum gista og hann sagði: ,Þið fáið braggann. Við gistum bara inni í einhverjum eldgömlum herbragga,“ segir Hinrik.
Mýrdalshreppur Dans Næturlíf Húnabyggð Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira