Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Einhverjir klifruðu upp og renndu sér niður. Ingólfur Jóhannsson Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. „Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27