Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Það fór vel á með þeim Perry og Bloom á Óskarnum í mars. Nú fjórum mánuðum síðar er sambandi þeirra lokið. Getty Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum. Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum.
Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03