Innlent

Krefur ráðu­neytið svara um föstudagslokun Sjúkra­trygginga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þjónustumiðstöð Sjúkratrygginga er lokuð á föstudögum.
Þjónustumiðstöð Sjúkratrygginga er lokuð á föstudögum. Vísir/Egill

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu vegna lokunar þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga á föstudögum.

Umboðsmaður vill meðal annars fá að vita hvort ráðuneytinu hafi verið kunnugt um breyttan afgreiðslutíma, hvers vegna talið var nauðsynlegt að loka á föstudögum og hvaða mat liggi til grundvallar því að áætla að núverandi afgreiðslutími dugi til að sinna skyldum stofnunarinnar.

Þá óskar Umboðsmaður sérstaklega eftir afstöðu heilbrigðisráðuneytisins til þess hvort og þá hvernig þessir starfshættir séu til þess fallnir að tryggja réttindi borgara í samskiptum við Sjúkratryggingar.

„Er hér til dæmis haft í huga hvort þessu geti fylgt vandkvæði fyrir þá við að leggja fram umsóknir eða gögn, nálgast hjálpartæki eða koma á framfæri athugasemdum eða andsvörum innan tiltekinna tímafresta,“ segir í erindi Umboðsmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×