Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:13 Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar með fjölskylduna eftir fjögur ár á Íslandi. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira