„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 23:19 Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Stöð 2 Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“ Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“
Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira