„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 23:19 Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Stöð 2 Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“ Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“
Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira