Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 07:59 Jeff Bezos og Lauren Sanchez ætla að gifta sig um næstu helgi. AP Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira