Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 14:42 Síðasta útihátíð sem fór fram í Laugardal var hátíðin Secret Solstice. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir lok vikunnar um næstu skref Secret Solstice. vísir/jóhanna Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári. Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice. Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice.
Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira