Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 12:19 Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. vísir/arnar Þjóðgarðsvörður Þingvalla hvetur fólk til að taka saman höndum og treysta sín heit á Þingvöllum í sól og sumaryl í dag. Þar fer fram sérstök hátíðardagskrá með það fyrir stafni að hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn á þriðjudag. „Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“ Þingvellir 17. júní Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“
Þingvellir 17. júní Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira